Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 68
66
að ræða. í þessu sambandi vaknar sú spurning, hvort ekki sé tíma-
bært að hugsa fyrir krabbavarnarstarfsemi í stíl við berklavarnar-
starfsemina innan ramma hinna nýju heilsuverndarstöðva, sem fyrir-
hugaðar eru. Enginn vafi er á, að hægt myndi vera að fá flesta, ef
ekki alla, miðaldra menn til slíkrar rannsóknar á ísafirði tvisvar á ári.
Hesteyrar. 1 héraðsbiii lézt úr krabbameini á árinu, 59 ára gamall
bóndi. Hann dó á sjúkrahúsi Isafjarðar og kom þar á mánaðarskrá.
Hólmavikur. 3 sjúklingar skráðir. 1 dó á árinu. Annar fór suður til
aðgerðar. Hinn þriðji er heima.
Hvammstanga. 86 ára gömul kona, farin og karlæg, hafði stórt ulcus
rodens á vinstra gagnauga. Hún andaðist 15. ágúst. 56 ára gömul kona
kom á spítalann 31. okt. Hún hafði áberandi bólgna eitla í vinstra
nára og vinstra megin á hálsi. Ég nam burtu eitlaklasa á stærð við
hænuegg úr nára og sendi suður til rannsóknar á Rannsóknarstofu
háskólans. Vefjagreining: Carcinoma metastaticum, talið sennilegast,
að runnið væri frá ca. ovarii.
Blönduós. Gerði óvenjulega lítið vart við sig og varð ekki nema einni
manneskju að bana, gamalli konu, 81 árs. Önnur kona, 49 ára að aldri,
fékk scirrhus í brjóst, og var það numið burt á sjúkrahúsinu með
góðum árangri, að því er enn verður séð.
Sauðárkróks. 6 nýir sjúldingar skráðir, en aðeins 3 á mánaðarskrá;
höfðu 4 ca. ventriculi, 1 ca. vesicae urinariae og 1 ca. colli (metast.).
3 dóu á árinu úr cancer: 2 úr ca. ventriculi og 1 úr ca. vesicae urin-
ariae.
Hofsós. 2 menn, 69 og 78 ára, dóu úr cancer. Annar hafði meinið í
munni, hinn í magaopi.
Dalvikur. 1 kona dó á árinu (ca. laryngis), annar er líklega lækn-
aður (ca. labii inf.), þriðji nýr (ca. recti).
Grenivikur. 1 sjúklingur lézt af ca. ventriculi. Hafði verið skor-
inn upp, en náðist ekki fyrir meinsemdina.
Breiðumýrar. 1 sjúklingur var á skrá um áramótin og dó skömmu
síðar. Ekkert nýtt tilfelli á árinu.
Vopnafj. 1 kona með ca. mammae — áður skráð. Hafði áður leitað
sér lækninga á Landsspítalanum, en var ekki talin skurðtæk. Fékk
röntgengeislun. Dó úr kveflungnabólgu. Aðaldánarmeinið talið ca.
mammae.
Seyðisfj. 2 sjúklingar skráðir, báðir með magakrabba, 64 ára karl-
maður úr Héraði, og lézt hann í sjúkrahúsinu 1. janúar, en hinn, 64
ára karlmaður, sem skorinn var í Landsspítala fyrir 2 árum; liggur
liann nú dauðvona heima.
Hafnar. Ca. oesophagi, 55 ára kona, dáin 23. ágúst, ca. hepatis (e
ventriculo?), 79 ára karlmaður, dáinn 26. marz, ca. ventriculi, 48 ára
kona, dvaldist á Landsspitalanum, dó heima 25. ágúst.
Breiðabólsstaðar. 1 nýr sjúklingur á árinu með ca. ventriculi.
Vestmannaeyja. 3 karlar og 1 kona.
Stórólfshvols. 7 sjúklingar dóu á árinu af allskyns æxlum, 6 úr
krabbameini og 1 af völdum sarkóms. Af krabbameinssjúklingunum
voru aðeins 2 yfir 60 ára, karlmenn, annar, 68 ára, með magakrabba,
hinn, 83 ára, með ca. oesophagi. Hinir voru bóndi, 43 ára, með maga-