Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 103
101
13 ára drengur, er ók á reiðhjóli fram af hafnarbryggjunni ca. 4
metra fall. Af ofantöldum meiðslum hlutust vulnera contusa 12, fract.
claviculae 2, fract. costarum 4, commotio cerebri 2 af bílslysi, er áætl-
unarbíll valt á bakkanum við Gljúfurá og staðnæmdist á blábrúninni.
Varð það fólkinu til lífs, að verkamenn voru við vinnu rétt hjá við
símalagningu, og tókst þeiin með snarræði að ná fólkinu út úr bíln-
um, áður en hann varð alelda, en það stóðst á endum, að síðustu
farþegarnir næðust út. Var það hið íyrsta, er sumt fólkið vissi til
sín eftir veltuna, að það sá bílinn í björtu báli, og' má nærri geta,
hvort það hefði bjargað sér aðstoðarlaust út. Við Gljúfurá er al-
ræmdur hættustaður og merktur með hættumerkjum báðum megin
árinnar, en ekkert dugði til þess að bílstjórinn hægði á í tíma. Slíkir
glannar eiga alls staðar annars staðar heima en við bílstýri, og þá
sizt á stórum fólksflutningabifreiðum.
Ólafsvíkur. Slysfarir engar teljandi, nema dauðasljrs á Hellissandi
um borð í e/s Lublin, er 14 ára drengur datt ofan í lest og dauðrot-
aðist.
Stykkishólms. Á árinu hafa verið fá slys. Nokkur beinbrot og lið-
hlaup hafa komið fyrir á árinu, en ekkert sögulegt við þau eða í
sambandi við þau.
Búðardals. 1 dauðaslys, er jeppabíll valt út af veginum við Nes-
odda í Miðdölum. Stúlkan, er fyrir slysinu varð, hafði henzt út úr
bílnum í einni veltunni og komið niður á böfuðið. Var höfuðkúpan
mölbrotin, og' lá heilinn úti. Bílstjórinn marðist nokkuð, en þriðja
manninn sakaði ekki. Fract. tibiae 1, humeri 1 (bæði þessi slys urðu
með þeim hætti, að mennirnir voru að eiga við lítt eða ótamin trippi
og duttu í viðureigninni), digiti 1. Lux. humeri 1 (kona um finnntugt;
var búið að kippa í Iiðinn, er læknir kom á staðinn). Vulnera 6, cor-
pora aliena 1.
Reykhóla. Slysfarir ekki stórvægilegar. 8 ára stúlka datt af hest-
baki og hlaut fract. supra- og sennilega intraarticularis cubiti. Fór
til Reykjavíkur. Tveggja ára barn datt fram úr rúmi og lærbrotnaði.
Tvítugur piltur stökk fram af bifreiðarpalli á ferð á eftir húfu sinni,
sem af honum fauk: commotio cerebri og vulnera nasi et labii
superioris. Hestur fældist fyrir kerru og ruddist á fertugan mann,
sem teymdi, og' hlaut hann contusio sterni, fractura et vulnus nasi.
Húsveggur, sem verið var að rífa, hrundi á roskinn mann. Hann fékk
contusio thoracis og distorsio pedis. 6 ára drengur datt á fjóra fætur
ofan í hveralæk, brenndist lítils háttar á báðum hnjám, en mikið
á báðum höndum og vinstra liandlegg upp að olnboga.
Patreksjj. Slys, flest smá: Sár ýmiss konar 61, contusiones 43,
distorsiones 23, hruni 14, commotio cerehri 3, lux. coxae 1, cubiti 1,
fract. claviculae 3, costae 3, phalangis digiti 4, ossis melacarpi 1.
Bíldudals. Engin meira háttar slys. Fract. antibrachii 1, costarum
2, claviculae 1, fibulae 1, digiti manus 1, lux. humeri 1. Annars nokk-
ur mör og tognanir, smábrunar, skurðir og stungur í sambandi við
liskveiðar og fiskverkun. Enginn látizt af slysum.
Þingeyrar. Smáslys alltíð á árinu, og 2 fórust af slysförum. Annar,
~3 ára gamall maður með arteriosclerosis cerebri c. dementia, féll af