Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 145
143
áður er drukkið meira en skyldi. Kaffi er haft um hönd sem fyrr og
tóbak reykt, tug'gið og' tekið í nefið, eftir því sem verzlanirnar anna
því að flytja það hingað.
Búðardals. Áfengisnautn lítil, og má segja, að varla sjáist kenndur
héraðsbúi nema i réttum, en þá mun vera drukkið allfast. Ivaffi- og
tóbaksneyzlu mun vera almenn, líkt og víðar er hér á landi.
Þingeyrar. Menn drekka yfirleitt eins og þá langar til, og geri ég
ráð fyrir, að svo sé víðast hvar annars staðar. Kaffineyzla ekki mjög
mikil. Reykingar eins og gengur og gerist.
Bolungarvíkur. Vínnautn svipuð og áður, þó heldur minni, að því
er virðist, á þessu ári.
tsajj. Áberandi er, hve minna er drukkið hér nú en á stríðsárunum,
þótt langt sé enn í land, að ástandið geti talizt gott í þeim efnum.
Hólmavíkur. Áfengisnotkun eykst ábyggilega enn. Ber mest á þessu
eftir skipakomur. Kaffi og tókbak notað svipað og áður.
Hvammstanga. Drykkjuskapur ekki teljandi, þótt nokkrir menn
helli í sig, ef þeim þykir tilefni til. Minna hefur þó borið á því í ár
en í fyrra, enda reynt að taka í taumana, hvað snertir nokkra vand-
i'íeðainenn hér á Hvammstanga.
Blönduós. Áfengisnautn er talsverð, einkum á þeim mörgu dans-
samkomum, sem sífellt eru haldnar og það liti um allar sveitir. Að
vísu er oft auglýst, að ölvuðum mönnum sé bannaðuv aðgangur, en
þar situr við orðin tóm. Á þessar samkomur flykkist stundum alls
konar trantaralýður, jafnvel úr öðrum héruðum, en heimamenn hafa
ekki manndóm í sér til að fylg'ja fram auglýstum reglum, enda eru
þessar samkomur jafnan haldnar í ágóðaskyni fyrir ungmennafélög
eða aðra félagsstarfsemi, og þykir þá gott að fá aðgangseyrinn. Aðal-
ástæðan til þess menningarleysis, sem ríkir á mörgum þessum sam-
komum, mun þó vera sú, að unga fólkið er orðið vant þessu og kann
þvi vel. Stelpunum þykja strákarnir bara skemmtilegri, ef þeir eru
hýrir af víni. Það skal þó sagt þeim til hróss, að drykkjuskapur meðal
ungra stúlkna er hér óþekkt fyrirbrigði. Kaffinautn og tóbaks er
svipuð og áður. Reykingar eru almennar meðal ungra manna, en
stúlkur reykja hér ekki ahnennt.
Sauðárkróks. Áfengisnautn alltaf talsverð á samkomum, bæði í
kaupstað og sveit. Kaffi- og tóbaksneyzla einnig talsverð; einkum
reykt mikið af vindlingum.
Ólafsfj. Áfengisnautn ekki mikil. Kaffineyzla svipuð og áður.
Tóbalcsnautn sizt minni.
Grenivíkur. Áfengisnautn fremur lítil. Helzt sjást menn kenndir
á dansleikjum. Kaffi- og tóbaksnautn svipuð og áður.
Vopnafj. Áfengis er ekki neytt hér, svo að teljandi sé. Eitthvað mun
að vísu vera pantað af vínföngum frá Áfengisverzluninni, en vel með
það farið og þess neytt í hófi við hátíðleg tækifæri. Kaffi- og tóbaks-
uotkun svipuð og verið hefur. Eldri menn nota neftóbak, en hinir
ýngri vindlinga. Lítið verður þess vart, að kvenfólk reyki eða ung-
lingar.
Seyðisfj. Vínnautn mun vera svipuð og áður. Vínútsalan hér, sem
á að fullnægja öllu Austurlandi, hefur 2 undanfarin ár selt fyrir um