Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 25
23
ciagsins komst héraðslæknir þó að því, að svo hafði ekki verið gert,
og liafði amma barnsins, sem er mjög psychopathisk, sett sig upp á
móti því. Um kvöldið var sjúklingurinn þó fluttur í Farsóttahúsið
og fékk mjög stóra skammta af serum antidiphthericum og pensilín-
injectiones. En allt kom fyrir ekki, og um nóttina andaðist sjúkling-
urinn. Öll börn á heimilinu voru þeg'ar í stað immúniseruð aktivt og
passivt, og veiktist ekkert þeirra. Engir týpiskir barnaveikissýklar
fundust við smásjárrannsókn eða ræktun frá stúlkunni, sem dó, eða
öðru heimilisfólki. Rúmlega vikutíma síðar en stúlkan veiktist, veiktist
móðir hennar, 30 ára gömul kona (hún hafði ekki verið immúni-
seruð). Hún fékk þegar í stað 70000 einingar af serum antidiphtheric-
um, 30000 einingar um kvöldið og 30000 einingar um nóttina, auk
þess stóra pensilínskammta. Eftir allmikla leit hjá henni að barna-
veikissýklum tókst loks að finna typus gravis með því að rækta frá
hálsi Iiennar og flytja yfir á telluritblóðagar. Konan lifði. Hafizt var
þegar handa um barnaveikisbólusetningu og það fólk látið ganga
fyrir, sem átti heima í námunda við sýkingarheimilið. Ekki veiktust
fleiri en þessar tvær af barnaveikinni. Þetta ár voru frumbólusett
gegn barnaveiki 4859, en endurbólusett 3384. Þessi mikla aukning á
rætur sínar að rekja til bariiaveikinnar, sem kom upp á Grímsstaða-
holtinu. Þegar barnaveiki gerir vart við sig, þýtur fólk upp til handa
og fóta og lætur bólusetja. En þegar ekkert ber á henni, lætur fólk
sér hægt og sefur svefninum langa, en einmitt þá ætti að gera gang-
skör að því að bólusetja sem flest börn.
Akranes. Þegar sú fregn barst í sumar, að illkynjaður faraldur af
harnaveiki gengi á Norðurlöndum og hefði borizt til Reykjavíkur, var
fólki gefinn kostur á að láta bólusetja börn og unglinga gegn veik-
inni. Þessu var mjög almennt tekið, og voru bólusett alls 339 börn
og unglingar. Sjúkrasamlögin greiddu bóluefnið, en hlutaðeigendur
verkið.
Kleppjárnsreykja. Varð ekki vart, en allmörg hörn voru bólusett
gegn veikinni.
Búðardals. Varð ekki vart á árinu.
ísafí. Bólusetning fór fram um vorið á öllum, sem höfðu ekki verið
bólusettir áður.
Sauðárkróks. Eins og að undanförnu var fólki gefinn kostur á að
fá börn sín bólusett gegn barnaveiki, og voru um 20 börn bólusett.
Víkur. Ekkert tilfelli, en allmörg börn voru bólusett að ósk for-
eldra.
Eijrarbakka. Vegna fregna frá Reykjavík um nokkur alvarleg til-
felli var brugðið við og börn almennt bólusett.
Laugarás. Ég byrjaði á þessu ári að bólusetja börn í héraðinu á
aldrinum 6 mánaða til 8 ára gegn barnaveiki. Notað var ýmist amerískt
eða danskt bóluefni. Flest öll börn á þessum aldri í Biskupstungna-,
Laugardals- og allmörg í Grímsnes- og Gnúpverjahreppum voru bólu-
sett tvisvar. Áformað er að halda áfram þessum bólusetningum á yfir-
standandi ári, eftir því sem tími vinnst til.