Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 18
16
og kemur langmest af þeirri fjöigun á Höfðakaupstað, því að þangað
hefur flutzt talsvert af utanhéraðsmönnum, auk þess sem þangað
hefur legið nokkur tilflutningur innanhéraðs. í sveitunum saman-
lögðum hefur fækkað um 50 manns, og stafar það aðallega af því,
að enn hefur fólksfjöldi á heimilum dreg'izt saman, en ekki hafa
lag'zt að þessu sinni í eyði nema 2 jarðir, og var önnur þeirra síðasta
byggða hólið í Hallárdal.
Sauðárkróks. Fólki fækkaði lítið eitt í héraðinu.
Hofsós. Mikil fólksfækkun orðið í héraðinu á árinu. Öll þessi
fólksfækkun kemur niður á sveitunum, því að i Hofsóskauptúni
hefur fjölgað um 7 manns. Mest er fækkunin í Fljótunum, eða rúm-
lega 10% af íbúunum. í sveitunum horfir yfirleitt til vandræða vegna
fólksfæðar. Ef einhver veikist, er enginn til þess að gegna brýnustu
þörfum. Afleiðingin er því sú, að fólk pínir sig á fótum, á meðan það
getur staðið, og fara menn þess vegna miklu verr út úr lítilfjörlegum
lasleika en þyrfti að vera, ef menn gætu hvílt sig i nokkra daga. Af
þessum sökum koma svo læknisráð oft að minna gagni en efni
standa til.
Ólafsfj. Fólksfjöldi má heita hafa staðið í stað. Þó um brottflutning
að ræða, og er það aðallega unga fólkið, eins og áður, sem burtu flyzt.
Dalvíkur. Fólksfækkun rúmlega 2% og stafar mest af burtflutn-
ingi úr Hrísey og af Árskógsströnd. Á Dalvík nam fjölgunin 4%.
Akureyrar. íbúum Akureyrarlæknisliéraðs fjölgar lítillega og að-
eins fyrir vöxt Akureyrar.
Grenivíkur. Fólkinu í héraðinu hefur heldur fækkað á árinu.
Breiðumijrar. Á þessu ári hefur héraðsbúum aðeins fækkað og
minna en áður.
Þórshafnar. Fólki fækkar enn í héraðinu, og veldur bæði fábreytni
atvinnuhátta og stuttur atvinnutími yfirleitt. Er nú mál, að athugað
sé til hlítar, hver skilvrði eru til hafnargerðar á Þórshöfn, því að á
árangri þeirrar rannsóknar veltur það, hvað hugsa má til nýrrar
atvinnusköpunar á staðnum.
Vopnafj. Þrátt fyrir sæmilega afkomu, betri húsakynni og tölu-
verðar framfarir á mörgum sviðum fækkar fólkinu í héraðinu til-
íinnanlega. Nokkrar góðar bújarðir, sumar vel í sveit settar, hafa
farið í eyði, og fyrirsjáanlegt er, að svo muni fara um enn þá fleiri.
Eftir því sem fólkinu fækkar, hlaðast fleiri störf á þær fáu hendur,
sem eftir eru, og' gera þeim óhægra um vik. Erfiðleikar á því að fá
nokkra húshjálp virðist alveg sérstaklega valda því hér, að menn
verði að flýja jarðirnar.
Seyðisfj. Áframhaldandi fólksfækkun á sér enn stað í læknishér-
aðinu.
Hafnar. íbúum sýslunnar fækkar.
Breiðabólsstaðar. Fólkinu í héraðinu hefur fækkað lítillega og
nokkru minna en undanfarin ár. Kemur fækkunin öll á Álftavers-,
Skaftártungu- og Leiðvallahreppa eins og áður, en i Kirkjubæjar-
sókn helzt ibúatalan vel við.
Vestmannaeyja. Fólki fer hér fækkandi með ári hverju. Fólk það,
sem héðan hefur farið, er flest á léttasta skeiði; mest af þvi hefur