Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 134
132
læknirinn í Reykjavík: mjólk 1317, rjómi 84, rjómaís 16, vatn 4,
flöskur undan mjólk og öli 4, samtals 1425. Héraðslæknirinn í Kefla-
vík: mjólk 14. Héraðslæknirinn á Eyrarbakka: vatn 41. Um niður-
stöður rannsóknanna skal þetta tekið fram: Mjólkin, sem Mjólkur-
stöðin í Reykjavík tók á móti, var yfirleitt slæm vara, talsvert af
henni mjög slæm 4. flokks mjólk með gerlafjölda yfir 10 milljónir
í 1 cm3. 35 sýnishorn voru rannsökuð vegna júgurbólgu. Júgurbólgu-
einkenni fundust í 30 sýnishornum, og þar af voru 18 með júgur-
bólgusýklum. í 14 mjólkursýnishornum frá Keflavík var leitað að
haemolytiskum streptokokkum, og reyndust þau öll neikvæð. Af
gerilsneyddri mjólk frá Mjólkurstöðinni í Reykjavík reyndust 857
sýnishorn nægilega hituð, en 11 ekki. Mjólkin spilltist mjög í búðun-
urn. Við útvigtun í Mjólkurstöðinni höfðu 78% sýnishornanna gerla-
fjöldann 1—10 þúsund og 15% 10—100 þúsund í 1 cm3. 85% voru cólí-H
í 1/10 cm3. í búðunum höfðu 84% sýnishornanna gerlafjölda yfir 10
þúsund og 29% yfir 100 þúsund í 1 cm3, en 62% voru cóli-f í 1/10,
40% i 1/100 og 13% i 1/1000 cm3. Af 84 sýnishornum af rjóma var
1 ekki nægilega hitað. Meðalfitumagn 30,6% (minnst 29,0%, mest
34,0%). Rjóminn spilltist mikið í búðunum. Af 16 sýnishornum af
rjómaís höfðu 9 gerlafjöldann yfir 1 milljón í 1 cm3, og 10 voru cólí-|-
í 1/1000 cm3. Aðeins 1 sýnishorn gat talizt óaðfinnanlegt. Af 45 sýnis-
hornum af neyzluvatni reyndust 19 slæm og ónothæf, 9 grunsamleg,
en 17 góð.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Rannsökuð voru 14 sýnishorn af rjómaís, og' var fita mæld
í þeim öllum. í 4 sýnishornum var fita frá 7,0%—8,5%. Hin sýnis-
hornin höfðu tilskilið fituinnihald. Gerlafjöldi reyndist frá 7 þús.
upp í 8 millj. í cm3. Mjólk frá 13 lcúm var sjúkdómaprófuð. Grunur
um júgurbólgu fannst í 12 þeirra. 1 mjólkursýnishorn var tekið í
Mjólkurstöðinni vegna kvörtunar. Mjólkurflaskan reyndist óhrein.
Kvartanir um skemmdar vörur voru samtals 23. I 6 skipti reyndust
kvartanirnar á rökum byggðar, og var um að ræða skemmdar eða
gallaðar vörur.
Vestmannaeijja. Matareftirlit er hér minna en þyrfti.
E. Manneldisráð ríkisins.
Prófessor Júlíus Sigurjónsson hélt áfram vítamínrannsóknum sín-
um, sem um getur í síðustu Heilbrigðisskýrslum. Á árinu voru undir-
búin lög um að tryggja manneldisgildi hveitis, en þau voru ekki sett
íyrr en á næsta ári.
F. Sumardvöl kaupstaðarbarna í sveitum.
Héraðslæknar víkja mjög lítið að þessari starfsemi, en í skýrslu
Rauðakross Islands er þess getið, að á vegum hans hafi verið rekin
4 sumardvalarheimili í sveitum og vistuð á þeim samtals 228 börn.
Læknar láta þessa getið:
Blönduós. Árlega eru nolckur börn úr Reykjavík til sumardvalar í
sveitum hér, og una þau þar yfirleitt vel hag sínum.