Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 144
142
áhugi fyrir því að reisa nýtízkufjós, og má búast við allmiklum fram-
kvæmdum í því efni á næstu árum.
Sauðárkróks. Mjólkursamlagið starfaði eins og áður. Öll mjólkur-
sala úr sveitinni gengur i gegnum það, og er mjólkin gerilsneydd.
Framleiðir auk þess smjör, skyr og osta. Allmargir hafa ennþá
kýr hér í kaupstaðnum. Eru sumir aflögufærir um mjólk, og er
nokkuð selt þannig af mjólk á milli húsa. Mikið mun vanta á, að
fjós séu sæmilega þrifaleg', eða þau fullnægi þeim skilyrðum, sem
sett eru x þar um gildandi reglugerðum.
Ólafsfí. AUt árið flutt mjólk frá Mjólkursamlagi KEA. Svipuð sala
frá næstu bæjum við kaupstaðinn.
Akureyrar. Mjólkursamlag Kaupfélags Eyfirðinga tók á móti
5390538 lítrum mjólkur með meðalfitumagni 3,594%. Af þessari
mjólk voru 96,8% í 1. og 2. hreinlætisflokki, 2,8% í 3. hreinlætis-
flokki og 0,4% í 4. hreinlætisflokki. Til beinnar neyzlu fóru
1958100 I. Af rjóma voru framleiddir 100526 1, af skyri 114956 kg,
af smjöri 39305 kg, af mjólkurosti 224324 kg, af mysuosti 10593 kg,
af mysu 6826 1, af undanrennu 8711 I. Að heita má öll neyzlumjólk
liér er stassaníseruð, en þó er dálítið um það, að bæjarbúar eigi sjálfir
kýr og' selji litils háttar mjólk í bæinn beint frá fjósi. Þetta er
jxó hverfandi lítið móts við það, sem selt er frá Mjólkursamlaginu.
Grenivíkur. Hér hefur mjólkurframleiðsla aukizt ár frá ári. Öll
mjólk, sem héðan er send, fer í mjólkursamlag KEA á Akureyri og
er seld þaðan út um Akureyrarbæ. Úr þeirri mjólk, sem selst ekki,
eru unnir ostar. Undanfarin ár hefur mjólkin héðan verið flutt eftir
Fnjóskadal og yfir Vaðlaheiði, en nú í haust var byrjað að flytja
hana um Svalbarðsströndina eftir nýja veginum um hana, sem lokið
var við út að Nolli nú í haust, en þangað hefur veiáð hægt að komast
á bílum.
Seyðisfí. Sama ófremdarástandið í mjólkurmálunum hér sem víða
annars staðar. Meira hluta ársins er tilfinnanlegur mjólkurskortur
og mjólkurneyzla því allt of lítil. Um 80 kýr eru í bænum. Eru þá
10—11 manns um kúna, í stað 3 uin kú í Bakkagerði. Mjólk er seld,
svo að nokkru nemi, frá einu sveitaheimili, en sú nijólk er oft sólar-
hringsgömul, þegar hún kemur á borð neytenda. Umvandanir við
framleiðendur eru jafnáhættusamar og kvartanir við vinnukonur.
Vestmannaeyja. Bærinn rekur kúabú og hefur um 40 kýr. Mun
reksturinn hafa gengið misjafnlega. Mjólkurskortur tilfinnanlegur,
en bætt hefur úr, að Helgi Benediktsson kaupmaður hefur flutt viku-
lega nijólk úr Borgarnesi með Laxfossferðum hingað, og hefur það
komið í góðar þarfir. Þessi mál bíða hér úrlausnar ráðamanna byggð-
arlagsins.
7. Áfengisnautn. Kaffi og tóbak.
Læknai' láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Áfengi þykir allmörgum gott, og neita menn sér ekki
um það. Þó hefur nautn þessi minnkað frekar síðast liðin 2 ár.
Stykkishólms. Nokkuð ber á drykkjulátum i sambandi við skemmt-
anir, en drukknir menn sjást þó ekki daglega á götum úti. Samt sem