Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 226
221
Umfram það, sem fyrir er mælt í almeniium lögum og reglugerðum, skal l>ess
gætt, sem greinir i . .—. . gr.
Fylgiskjal B.
Heilbrigðisnefnd er heimilt að gera frekari kröfur til tryggingar þrifnaðar- og
hollustuháttum en beinlinis er fyrir mælt í samþykkt þessari varðandi livert
einstakt atriði, enda séu þær kröfur í samræmi við ákvæði samþykktarinnar um
hliðstæð atriði eða almennt viðurkenndar þrifnaðar- og heilbrigðisreglur.
Fyrirmæli samkvæmt ákvæðum þessarar greinar birtir heilbrigðisnefnd, eftir
því sem á stendur, með almennri auglýsingu eða skriflegri tilkynningu til þess
eða þeirra, sem í hlut eiga.
Enn um heilbrigðissamþykkt Reykjavíkur.
Bréf landlæknis til dómsmálaráðuneijtisins 26. nóv. 1949.
í bréfi, dags. 28. júní síðast liðinn, óskaði ráðuneytið eftir því, að
ég gerði skriflega grein fyrir þeirn breytingum, er ég taldi æskilegt
að gera á samþykkt þessari, áður en hún yrði staðfest, en þá hafði
ég fyrir löngu kynnt ráðuneytinu aðalefni athugasemda minna í ýtar-
legum viðræðum. Þegar nú ráðuneytið í nefndu bréfi lét þess getið,
að það mundi „að fenginni uinsögn (minni) endursenda uppkastið
til lagfæringar í samræmi við tillögur (mínar) og' jafnframt óska
þess, að bæjarstjórnin (léti) framkvæma þessar breytingar í samráði
við (mig)“, hugði ég þetta merkja það, að ráðuneytið mundi gera að
skilyrði fyrir staðfestingu sinni, að formi samþykktarinnar yrði
breytt í það horf, sem ég hafði talið æskilegt. Umsögnina lét ég' þegar
í té í bréfi, dags. 4. júlí þ. á.
Drátturinn á, að bæjarstjórnin sneri sér til mín varðandi „re-
daksjón“ samþykktarinnar, þótti inér að vísu langur, en ekki í neinu
ósamræmi við seinagang þann, sem verið hefur á þessu máli i hönd-
um bæjarstjórnarinnar frá upphafi. Hitt kom mér á óvart, er ráð-
herra heilbrigðismálanna kemur að máli við mig í byrjun þessa mán-
aðar og tjáir mér, að þar sem bæjarstjórnin færist undan því að
vinna nokkuð að lagfæringu samþykktarinnar, geti hann ekki lengur
átt i þessu þófi og' hefði hapn ákveðið að staðfesta samþykktina
óbreytta að öðru en smávegis orðabreytingum, sem samkomulag mun
hafa orðið um inilli lögfræðinga í ráðuneytinu og borgarlæknis og'
að vísu flestar eftir ábendingum mínum. Þær ábendingar höfðu verið
mjög lauslegar og reyndar handahóf eitt. Náðu þær aðeins til örfárra
greina samþykktarinnar, en á ótöldum stöðum öðrum sízt minni
þörf sams konar lagfæringa. Taldi ráðherrann, að það, sem aflaga
færi um frágang samþykktarinnar, yrði að vera á ábyrgð bæjarstjórn-
arinnar, sem hefði samið hana og vildi ekki taka neinum leiðbein-
ingum um lagfæringar. Á því, hvers ábyrg'ðin væri, leyfði ég mér að
hafa allt aðra skoðun.
Af fregnum, sem mér bárust, taldi ég mig hafa ástæðu til að ætla,
að umrædd tregða bæjarstjórnarinnar ætti ekki rætur að rekja til
þess, að hún væri í sjálfu sér andvíg' þeim breytingum á formi sam-
þykktarinnar, sem stungið var upp — enda hef ég engin gagnrök