Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 77
75
19. Diabetes.
Kleppjárnsreijkja. 1 sjúklingur, danskur garðyrkjumaður. Verður
að nota insúlín að staðaldri.
Hvammstanga. 1 maður talinn hafa sykursýki. Notar ekki insúlin.
Dalvíkur. 1 kona; fær daglega insúlíninndælingu.
Vopnafj. 1 tilfelli.
Búða. Sömu sjúklingar og áður og líðan þeirra söm.
Vestmannaeijja. Telpa 7 ára (hennar getið í ársskýrslu fyrra árs)
með diabetes gravis. Þarf mestu aðgæzlu, má ekki fara af sjúkra-
húsi, nær sér þá í brjóstsykur og sælgæti og kemur síðan inn í „coma“.
Fær stöðugt insúlín.
Eyrarbakka. Fullorðinn karlmaður, sem lengi hafði kvalizt af gigt
og auk þess með cancer, sem reyndist banvænn, mun lengi hafa gengið
með diabets.
20. Diabetes insipidus.
Egilsstaöa. Húsfreyja um fertugt hefur árum saman haft þenna
sjúkdóm. Diuresis 12—15 1. á sólarhring.
21. Dysmenorrhoea.
Þingeijrar. 3 konur, allar multiparae. Fylgdi einnig hypomenorrhoea.
Hormónlyf höfðu mjög svo vafasaman árangur.
22. Dyspepsia.
Þingeijrar. Meltingarkvillar talsvert algengir eins og víðar. Skiptast
eftir því, hvort hægt er að greina í sundur klíniskt, en það er vafa-
laust ekki fyllilega rétt. Achylia gastrica ca. 7 og enginn grunur um
cancer. Gastritis ca. 2. Hyperclilorhydria ca. 13. Ekki gott að segja,
hvort um ulcus hafi verið að ræða í einhverju þessara tilfella, því
að fyrir lcom, að ulcus ventriculi reyndist vera orsök meltingaróhæg-
indanna, þó að kvartanirnar gæfu ekki ástæðu til að ætla, að svo væri.
Colitis, ef colitis skal kalla (miklu réttara væri að nefna það consti-
patio habitualis, en fólkinu verið tjáð, að það væri með ristilbólgu og
svo bitið sig í það nafn), er mjög útbreidd, sérstaldega hjá konum,
og er hin atoniska miklu algengari en hin spastiska, en hún aftur á
móti næstum alltaf í þeim tilfellum, er ég hafði séð, fylgifiskur tauga-
veiklunar.
Hesteyrar. Ótrúlega mikið um magakvilla í þessu héraði, sérstak-
lega þó í Slcttuhreppi. Með blæðandi magasár var 1 fluttur í ár frá
Horni og annar í fyrra frá Grunnavík.
Vestmannaeijja. Sjómenn kvarta um magaveiki og meltingartrufl-
anir, þola illa „bitamat". Á útilegubátum eru matsveinar, og ber
minna á slíku þar.
Laugarás. Meltingarkvillar mjög algengir.
23. Eczema.
Þingeyrar. Hér frekar fátíð, og þau, sem ég hef séð, öll langvinn.
Frekar lítið um húðsjúkdóma.
Flateyrar. Algeng í þorpunum.