Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 229
227
gerðar til þess, að óþrifin berist ekki með honum, og fylgi þá
samskonar vottorð um það (39. gr.).
Loftræsting skal vera nægileg og vélknúin (43. gr.). [Svo til
orða tekið aftur og aftur].
Þau (þ. e. geymsluhýsi) skulu þrifin eftir þörfum, svo sem
umgengni og notkun hæfir (57. gr.).
Jafnan skal leita samþykkis heilbrigðisnefndar á uppdráttum
nýrra skólahúsa og kennslustöðva, áður en þau eru reist
(60. gr.).
... vatnssalerni, sér handa konum og körlum (78. gr.). [Svo
til orða tekið aftur og aftur].
Gólf í húsnæði mjólkurstöðva og mjólkurbúa skulu lögð fJís-
um eða öðru jafngildu efni, vatnsheld, enda sé þeim jafnan hald-
ið rökum (66. gr.).
Heilbrigðisnefnd getur ákveðið, að rjómaísblöndunin skuli
gerilsneydd, áður en hún er fryst (106. gr.).
... óinnpakkaðar vörur (118. gr.). [Svo víðar].
Aldrei má selja til manneldis óslægðan, óhreinan eða skemmd-
an fisk, marinn, rifinn (goggaðan í bolinn), eða á annan hátt
óhæfan til manneldis.
Aldrei má selja fisk, ef hann hefur ekki verið slægður, áður
en sólarhringur er liðinn frá því, er hann er veiddur (140. gr.).
[Samkvæmt þessu orðalagi má t. d. ekki selja lifandi hrognkelsi
úr sjó, en það er fráleitt tilætlunin. Yfirleitt eru ákvæðin um
fisksöluna úr hófi losaraleg og óskýrt orðuð, og virðist skorta
mikið á, að allar tegundir soðfisks hafi verið hafðar í huga].
... neyta baðs eða sunds (176. gr.).
... grunur leikur um slíkt (216. gr.).
Ég tek vara fyrir að líta svo á, að með þessum dæmum mínum um
andhælislegt, ólögulegt eða a. m. k. óvandað orðfæri samþykktar-
innar sé allt talið, sem illa sæmir. Fer því víðs fjarri, og veitti ekki
af að fara yfir alla samþylcktina, grein fyrir grein, með sérstöku
tilliti til orðfærisins. Til frekari fróðleiks um frágang samþykktarinnar
að þessu leyti, er hún var lögð fyrir ráðuneytið til staðfestingar, vísa
ég til áður umgetinna breytingartillagna lögfræðinga ráðuneytisins
29'