Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 79
77
ísajj. Stakk sér niður í sláturtíðinni, en þó niinna áberandi en í
fyrra.
Hólmavíkur. Sést alltaf við og við, einkum á haustin og einnig á
oðrum tímum í hraðfrystihúsum og við flatningu fisks.
Iivammstanga. 5 tilfelli, öll í sláturtíðinni.
Hofsós. 2 tilfelli í sláturtíðinni.
Dalvíkur. Nokkur tilfelli, flest á hausti í sláturtíðinni.
Grenivikur. 4 tilfelli komu fyrir í sláturtíð.
Vopnafj. 1 tilfelli.
Egilsstaða. Á hverju hausti 20—30 tilfelli. Lætur helzt undan króm-
sýru, en er oft þrálát.
Seijðisfj. 4 tilfelli.
Hafnar. Sennilega upprunnið frá sláturtíð.
Vestmannaeyja. Strjálingstilfelli frá hráæti. Pensilíninndælingar,
200—300 þús. Oxfordeiningar lækna fljótt sjúkdóminn.
28. Furunculosis, panaritia, abscessus etc.
Ólafsvíkur. ígerðir fáar og smáar.
Búðardals. Carbunculi 2, furunculi 2, panaritia 3, abscessus 2.
Þingeyrar. Ekki óalgengt. Skiptist svo: Parulis 9, paronychia 3,
panaritia manus 5, (þar af articularis 1, furunculus nasi 1, nuchae 1,
tibiae 1, antibrachii 1, abscessus femoris 1, bursitis praepatellaris 1).
Flateyrar. Bólgur og igerðir tíðari en að undanförnu, en illt verður
sjaldan úr nú, eftir tilkomu súlfalyfjanna og pensilínsins. Sjómaður
var lagður hcr á landi úr togara með opið brot á vinstra handlegg
ofan úlnliðs. Var sárið auðvirðilega lítið, ca. % sm. Handleggurinn
þrútnaði fljótlega mikið og' blánaði, varð skynlaus á húð, og crepi-
tatio fannst brátt í mörðum vöðvum. Ekki var aflimað strax, en treyst
á pensilín og mikið gefið. Það bar og sigur af hólmi að lokum, en
handleg'ginn missti maðurinn samt, og mundi aflimun í upphafi sjúk-
dómsins hafa reynzt honum léttbærari. Panaritia 21, phlegmone 4,
furunculosis 17, abscessus 13, bursitis 6, lymhangitis 11.
Bolungarvíkur. Fingurmein ekki eins tíð síðustu árin. Likur fyrir
því, að aukinn þrifnaður í beitingakrám valdi. Áður en vatnsleiðsla
kom í þorpið, voru fingurmein aðalviðfangsefni læknis, að því er út-
vortis sjúkdóm snerti. í vetur hefur einkum borið miklu minna á
þessum kvilla.
Hólmavíkur. Furunculosis og panaritia mjög tíðir kvillar.
Hvammstanga. Abscessus 5, panaritia 17, furunculosis 10, bursitis
olecranii 1, praepatellaris 1.
Hofsós. 4 tilfelli af panaritia, þar af 1 slæmt.
Ólafsfj. Fingurmein 12, öll va‘g. 10 kýlissjúklingar.
Dalvíkur. Þeim sjukdómum hefur fækkað blessunarlega síðustu
árin (súlfalyf, pensilín).
Grenivíkur. Acne 4, kýli 10, tannkýli 5 og fingurmein 13, flest lítils
háttar, aðrar ígerðir 3.
Vopnafj. Á síðast liðnu hausti, eins og reyndar oft áður, þegar hlýtt
er í veðri á haustin, bar óvenju mikið á sinákaunum og ígerðum á