Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 129
127
Miðlimatala hinna Iögskráðu sjúkrasamlaga hefur þannig numið
54,2% (1945: 52,0%) allra landsmanna, auk barna innan 16 ára ald-
Urs, sem tryggð eru með foreldrum sínum. Ef gert er ráð fyrir, að
harna- og unglingafjöldinn nemi allt að hálfri tölu hinna fullorðnu,
sem láta mun nærri, taka tryggingarnar orðið til rúmlega 80% allra
landsmanna.
H eils uv c r n d.
1. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Berklavarnir.
Árið 1946 voru framkvæmdar 14189 læknisskoðanir (12344 árið
1945) á 7868 sjúklingum (6313). Tala skyggninga 12626 (11683).
Annazt var um röntgenmyndatöku 571 sinni (656). Auk þess voru
framkvæmdar 3387 loftbrjóstaðgerðir (2967). 122 (115) sjúklingum
var útveguð sjúkrahúss- eða hælisvist. Berklapróf var framkvæmt
á 1363 (1233) manns, einkum börnum og unglingum. Enn fremur
var annazt um 879 (1095) hrákarannsóknir; aulc fjölda ræktana lir
hrákum var 131 (68) sinnum ræktað úr magaskolvatni. Séð um
sótthreinsun á heimilum allra smitandi berklasjúklinga, er til stöðv-
arinnar leituðu á árinu. Skipta má þeim, er rannsakaðir voru, í 3
flokka: 1) Vísað til stöðvarinnar og rannsakaðir þar í fyrsta sinn:
Alls 2821 manns (1966), karlar 864 (647), konur 1059 (770), börn
(yngri en 15 ára) 898 (549). Meðal þeirra reyndust 106, eða 3,8%
(85, eða 4,3%) með virka berklaveilci. 19 þeirra, eða 0,7% (29,
eða 1,5%) með smit eða cav. breytingar. 2) Þcir, sem voru undir
eftirliti stöðvarinnar og henni þvi áður kunnir að meira eða minna
leijti frá fijrri tíð: Alls 3805 (2522) manns, karlar 1150 (776), konur
1768 (1215), börn 887 (531). Meðal þeirra fannst virk berklaveiki
í 189, eða 5% (153, eða 6,1%). 84 sjúklingar, eða 2,2%, höfðu smit-
andi berklaveiki í lungum (54, eða 2,1%). 3) Þeir, sem stefnt hefur
verið til stöðvarinnar sökum hópskoðana í ýmsum stéttum: Alls
1242 (1825). Meðal þeirra fundust 4 með virka berltlaveiki, eða 0,3%,
en enginn þeirra reyndist vera með smitandi berkla. Hjúkrunarkonur
stöðvarinnar fóru 1146 eftirlitsferðir á heimili berklasjúklinga.
Ungbarnavernd. Hjúkrunarkonur fóru í 12541 vitjun á heim-
ilin til 1869 barna. Stöðin fékk 469 nýjar heimsóknir og 750 endur-
teknar heimsóknir. 261 barn naut Ijósbaða á stöðinni 2599 sinnum.
4859 börn voru bóluselt gegn barnaveiki í fyrsta sinn og 3384 tvisvar
sinnum.
E f t i r I i t m e ð barnshaf andi k o n u xn. 2774 skoðanir fóru
fram á barnshafandi konum. Þar af ltomu 1044 í fyrsta sinn. Ljós-
inóðir stöðvarinnar fór í 204 eftirlitsferðir á heimilin. Ljósmæðra-
nemar Landsspítalans sóttu stöðina sem námsmeyjar í heimsóknar-
tímum barnshafandi kvenna og ungbarna. Heimsóknardagar ung-
harnaverndarinnar voru þrisvar í viku, fyrir barnshafandi konur
tvisvar í viku og ljósböð ungbarna þrisvar í viku.
Heilsuverndarstöðin útbýtti 400 1 lýsis, auk fata- og peningagjafa,
sem nam ca. kr. 3500.00 að verðmæti.