Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 75
73
Þingeijrar. Ekki get ég sagt, að ég hafi séð eitt einasta augljóst
tilfelli nerna 1 sjúkling með væga rachitis. Hins vegar má vera, að
sumar kvartanir fólks stafi af vítamínskorti, þótt fæði gefi ekki til-
efni til að ætla, að svo sé, og þarf meiri tilfæringar til að ákveða það
en eitt stutt og frekar yfii’borðsleg't viðtal. El' dæina skal eftir verkun
vítamínlyfja, væru þessar „subklínisku hypovítamínósur" ekki óal-
gengar, sérstaklega á gömlu fólki og þá aðallega B-skortur. Litið gefið
af vítamínlyfjum í héraðinu.
Flateyrar. Nokkur tilfelli af vægri beinkröm, eða 8 alls. Töluvert
mun skorta á um B- og C-fjörvi í fieðu manna hér. 7 sjúklingar úr
Súgandafirði leituðu mín með blæðingar úr tannholdi. og undir húð
og nokkrir með lopa á fótum og linju. Batnaði þessu fólki vel við
vítamíngjöf.
Hesteyrar. Engimx vafi er á því, að manneldissjúkdómar Jiðinna
ára munu valda miklu um bágborið heilsufar héraðsbúa (meltingar-
kvilla, tauga- og gigtarsjúkdóma), því að eins og' kom í ljós og fyrr
er getið í skýrslum, stalck skyrbjúgurinn þegar upp höfðinu 1943,
þegar árferði var í harðara lagi.
Hólmavikur. G,erir alltaf eitthvað vart við sig, jafnvel þótt ástæður
manna hafi yfirleitt breytzt til batnaðar. Tel ég vafalaust, að marga
húðkvilla og ýiniss konar molimina gravidarum, sem er mjög algengt
hér um slóðir, megi rekja þangað.
Blönduós. Sést stunduin, einkum vottur um rachitis á krökkum,
en smábörn fá þó flest lýsi. Eftirtektarvert, að krangaleg og lystar-
lítil börn taka oft ágætum framförum við að fá C-vítamínskammt.
Hofsós. Dálítið ber á Bi, C- og' D-vítamínskorti.
Dalvíkur. Talsvert af beinkröm í börnum. Einstaka tilfelli af skyr-
bjúg, létt. Cheilitis commissuralis nokkrum sinnum; batnar stundum
við ríboflavín.
Grcnivíkur. Mestur skortur virðist vera á B-vítamíni; hef ég gefið
töluvert af því bæði sem upplausn og pillur með góðum árangri í
mörgum tilfellum og sæmilegum i öðrum. Eins ber nokkuð á C-víta-
mínskorti síðara hluta vetrar. Börnin fá hér snemma lýsi og því haldið
áfram fram undir fermingu.
Þórshafnar. Enn þá mjög almennur kvilli, enda er Htið um græn-
metisrækt hér um slóðir.
Egilsstaða. Vafalaust algengur sjúkdómur. Margs konar gigt, sem
oft skánar við faex medicinalis eða B-vítamín, stomatitis og blæðingar
frá tannholdi í börnum og fullorðnum, sem mér finnst nú meira áber-
andi en áður. Yfirleitt sjást ekki rachitiseinkenni á skólabörnum eða
ungu fólki, enda víðast eins mikil mjólk og fólk getur torgað og lýsis-
neyzla barna almenn.
Búða. Auk nokkurra vægra rachitistilfella hefur meira en áður borið
á skorti á C-vítamíni.
Vestmannaeyja. Lítils háttar beinkramartilfelli höfum við læknar
orðið varir við á 14 börnum. Hefur öllum batnað vel við kvartsljós
og sömuleiðis geislað lýsi eða ufsalýsi. Ungbarnaverndin gerir ómet-
anlegt gagn, því að annars tækju mæður ekki eftir lítils háttar van-
heilindum i ungbörnum og leituðu ekki læknis. Þess vegna þarf að
10