Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 100
98
eyrar vegna langvarandi smáblæðinga. Engin kona leitaði mín í þeiin
erindum að losna við fóstur né til að leita upplýsinga um takmark-
anir barneigna.
Breiöumýrar. Fæðingar yfirleitt eðlilegar. 1 kona fékk phlebitis.
Lá hún nokkuð lengi, en batnaði þó til fulls.
Húsavíkur. Þyngstur og stærstur sveinn 4750/60, léttastur og
minnstur 3000/50, þyngst og stærst mey 4250/58, léttust og minnst
3000/50. Enginn abortus provocatus. Eitthvað um fósturlát, þótt ljós-
mæður láti þeirra ekki getið, enda mun Iæknis oftar vitjað í þeiin
tilfellum en Ijósmóður.
Þórshafnar. Vitjaði 18 sængurkvenna á árinu. Tilefni var í flestum
tilfellum deyfing' eða adynamia.
Vopnafj. Læknis vitjað til 5 sængurkvenna. Fæddu allar sjálf-
krafa. Þeim og börnunum heilsaðist vel. Allar fengu konurnar ofur-
litla deyfingu og 2 þeirra pitúitríninnspýtingu.
Egilsstaða. Læknir 5 sinnum viðstaddur í sambandi við fæðingar.
í einu af þeim tilfellum var losuð fylgja a. m. Credé. Annað sinn
var barn tekið með töng vegna langdreginnar fæðingar og' hriða-
leysis. Móður og barni heilsaðist vel. I þriðja tilfellinu var áköf eftir-
blæðing, sem þó tókst að stöðva. í hin skiptin var ekkert sérstakt
að. Ljósmæður geta 2 fósturláta, en læknis hefur ekki verið vitjað
þeirra vegna á árinu. Nokkrum sinnum hefur verið leitað hófanna
um, að ég framkvæmdi abortus provocatus. Aldrei hafa neinar in-
dicationes verið fyrir hendi og þeirri málaleitun tekið fjarri.
Seyðisfj. Engin fæðandi kvenna sérstaklega hjálparþurfa. í Seyðis-
fjarðarumdæmi var engin ljósmóðir allt árið. Fæddu því allar kon-
urnar, að 2 undanskildum, í sjúkrahúsinu, og' læknir alltaf viðstadd-
ur. Mæðrum og börnum heilsaðist öllum vel. 1 barn hafði auka-
þumalfingur á h. hönd. 1 fósturlát á 2.—3. mánuði. Var gerð abrasio
á sjúkrahúsinu vegna þrálátra blæðinga á eftir. Aldrei farið fram
á fóstureyðingar.
Búða. Vitjað til 24 sængurkvenna, þar af tvívegis í annað hérað.
Tilefnið oftast Pfósmóðurleysi, en Fáskrúðsfjarðarljósmóðurumdæmi
hefur verið Ijósmóðurlaust síðan 1945. Hef ég orðið að sitja yfir öll-
um sængurkonum í umdæminu og hugsa um þær á eftir 8—10 daga,
eftir því sem við varð komið. Tvisvar þurfti að sækja fasta fylgju
með hendi, fjórum sinnuin að herða á sótt. Fyrir komu fósturlát í
2 skipti.
Hafnar. Læknir viðstaddur 11 fæðingar. Deyfing allra nema einn-
ar. 4 fengu pitúitrín. 1 barn líflaust, og tókst ekki að lífga það.
Víkur. Vitjað 4 sinnum á árinu. I 3 skipti aðeins narcosis obste-
trica. Sóttur til konu, 42 ára í Heiðardal, sem hafði átt 7 börn áður
og var búin að taka léttasótt, en fékk þá krampakast. Gerð vend-
ing' og framdráttur í svæfingu, og gekk vel. Eftir 7 klukkutíma fékk
konan aftur krampa; var þá g'efið chloral i klysma og síðar mor-
fín. Bar ekki á krampa eftir það, en hálfgert rugl á konunni í einn
sólarhring. Hresstist vel.
Vestmannaeyja. Lækna liefur verið vitjað 78 sinnum, þar af 76
sinnum við eðlilegar fæðingar og stundum lítils háttar sóttleysi og