Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 23
21
Akranes. Með meira móti á árinu, en rnest síðustu mánuðina.
Kleppjárnsreykja. Allþungur faraldur framan af árinu.
Borgarnes. Óvenjulegur fjöldi skráður með kvef. Dreifist um allt
árið með hámarki i marz og júlí, og virðist svo í aukningu við nýár.
Ólafsvíkur. Einn kveffaraldur ásamt meðfylgjandi lungnabólgu.
Stykkishólms. Hefur stungið sér niður allt árið, en engin alvarleg
tilfelli né mannskaði.
Búðardals. Stakk sér niður öðru hverju. Mest í júlí og ágúst. Virt-
ist nokkuð illkynja —■ að minnsta kosti áttu sumir lengi í því, þótt
vel færu með sig.
Beykhóla. Helzt dálítið í janúar og upp úr inflúenzunni og kann
að hafa blandazt henni eitthvað á skrá.
Patreksfj. Nokkur tilfelli af kvefi.
Bíldudals. Mjög útbreidd allt árið, og tók hver kvefsóttaraldan við
af annarri. Líktist stundum allmjög inflúenzu um háttalag sitt og
útbreiðslu.
Þingeyrar. Viðloðandi allt árið, en þó greinilegar 3 bylgjur, í apríl—
maí, ágúst og nóvember—desember. Frekar vægir faraldrar.
Flateyrar. Kvefs varð vart alla rnánuði ársins, en mest áberandi
framan af árinu. Engir veiktust alvarlega, og enginn dó af þeim
sökum.
Bolungarvikur. Einna rnest bar á kvefi í ársbyrjun og árslok.
ísafj. Með mesta móti. Marz, apríl og maí verður kvefið ekki greint
frá inflúenzunni.
Ögur. Með allra mesta móti.
Hesteyrar. Ivvefsóttartilfellin fylgikvillalaus.
Hólmavíkur. Viðloða mestan hluta ársins. Tilfellin margfalt íleiri
en komu á skrá.
Hvammstanga. Viðloðandi allt árið. Faraldur í september og
október.
Blönduós. Eins og vanalega á slæðingi allt árið, einna mest um
vorið og sumarið, en mjög lítil síðasta ársfjórðunginn, enda var tíð-
arfarið þá með eindæmum milt. Sumt af því, sem talið er kvefsótt
vormánuðina, mætti ef til vill allt eins telja inflúenzu, því að hún
geklt um það leyti.
Sauðárkróks. Gerir talsvert vart við sig allt árið, og er faraldur að
í ársbyrjun og' árslok. Inflúenzumánuðina ern engin tilfelli skráð,
enda oft erfitt að greina þar skarpt á milli. 1 barn á 1. ári dó lir
veikinni. Var það tvíburi, er hafði verið veill frá fæðingu.
Hofsós. Viðloðandi allt árið, en rnest að vorinu.
Ólafsf). Faraldur í marz og eftirhreytur í apríl og maí.
Dalvikur. Allt árið; faraldur í marz, maí og júní.
Grenivikur. Mikið um mjög þráláta kvefsótt á árinu. Sumir fengu
hana aftur og aftur.
Breiðumýrar. Gerði vart við sig alla mánuðina, en aldrei neinn
faraldur.
Þórshafnar. Talsvert bar á kvefsótt í janúar og febrúar, áframhald
af faraldri, sem byrjaði í desember árið áður.
Vopnafj. Gerði vart við sig allt árið, eins og venjulegt er.