Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 217
215
að steypa sildarplan í sambandi við hafnargerðina. Unnið að vega-
gerð yfir Lágheiði og að mestu lokið við veginn yfir heiðina. Ekki
kornst samt samband við Stífluveg, en fyrstu jepparnir fóru samt
þessa leið í ágústmánuði. Byrjað var á að reisa barnaskóla, ásamt
leikfimishúsi, og komst byggingin undir þak fyrir áramót. En þá
stöðvaðist verkið vegna þess, að hvergi var lán að fá. Byrjað var um
haustið á byggingu niðursuðuverksmiðju. Var grunnur fullgerður.
Stofnað var byggingarfélag verkamanna, og hófst félagið handa um
byggingu 5 húsa, livert með 2 íbúðum, hver íbúð 5 herbergi og eld-
liús. Má segja, að höfðinglega sé af stað farið. Leggja þurfti skólp-
veitu frá bústöðunum, sem ekki er í frásögur færandi, en þar sem
húsin stóðu svo lágt, að ekki var hægt að leggja frárennsli frá þeim
í götu, er þau standa við, sem hefði verið hægt, ef grunnar hefðu
verið hækkaðir dálítið upp, þá var veitan lögð í gegnum afgirta lóð
læknisbústaðarins, en ekki nóg með það, heldur var steyptur hreins-
unarbrunnur í lóðinni, 0 metra frá inngangi, sem þó er bakinngangur.
Segi ég ekki frá þessu af því, að ég telji það til almenningsþrifa,
heldui' vegna þess, að ég býst við, að þetta sé einsdæmi í veröldinni.
Dalvikur. Lokið byggingu staurabryggju við hafnargarðinn á Dal-
vík. Viðbótarbygging við frystihúsið á Dalvík í smíðum. Er þar fyrir-
huguð kjötbúð og frystiklefar. Einn frystiklefanna er hólfaður í
skápa, sem einstaklingar fá lyklavöld að og mega geyma í matvæli.
Ný bílavog (15 smálesta) var fengin í frystihúsið. Ný steinsteypu-
hrærivél, eign kaupfélagsins, var notuð við bygginguna. Voru fleiri
slíkar vélar í notkun hér á Dalvík. Vélar þessar eru hin mestu þarfa-
þing, bæði hvað afköst og vinnugæði snertir. Götugerð var hafin hér
á Dalvík síðast á árinu. í Hrísey byggt rafstöðvarhús og sett niður
110 kílóvatta samstæða. Bæjarkerfið endurbætt. Hreppurinn eigandi
og rekandi fyrirtækisins. Útibú KEA í Hrísey hefur í smíðum nýtt
fi'ystihús. Gólfflötur þess er ca. 1000 m2; aflvélar eru tvær, 120 hesta
hvor. 5 ný skip (Svíþjóðarbátar) voru keypt á árinu, 3 á Dalvík, 55
smálesta, og 2 í Hrísey, 90—100 smálesta. Nokkur gömlu skipanna
seld burtu. Grafnir rúmlega 42000 m3 með skui'ðgröfunni í Svarfað-
ardal. Skurðirnir, sem eru ýmist áveituskurðir eða þurrkskurðir (tún-
ræktarskurðir), eru að jafnaði 3—4 m breiðir efst, 1 m í botninn
og 1 %—2 m á dýpt. Félagsskapur bænda, Áveitu- og framræslu-
félag Svarfdæla, stendur fyrir skurðagerð þessari. Ríkissjóður greiðir
einn þriðja hluta kostnaðar, en Vélarsjóður leigir gröfuna. Er hún
liin mesta gríður, enda afköstin gríðarleg.
Grenivíkar. Stofnað hér útgerðarfélag og kaup fest í 2 góðum bát-
uni, sem voru í smíðum í Reykjavík, 60—70 smálesta. Var almenn
þátttaka í þessu fyrirtæki. Verður annar báturinn tilbúinn eftir nýár,
hinn fyrir síldveiðitímann. Beint vegasamband komst á nú í haust
inn Svalbarðsströnd og til Akureyrar.
Þórshafnar Bændur keyptu á árinu noklcuð af sláttuvélum og
rakstrarvélum og 2—3 jeppabíla. Önnur stórvirkari tæki munu ekki
hafa komið í héraðið en „Farmal“-dráttarvél ein i kauptúnið síðari
hluta ársins.
Vopnafj. Ræktunarframkvæmdir allmiklar síðustu árin. Þó vantar