Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 8
6
afkomu héraðsbúa sinna. Nokkrir fara þar um fleiri orðum, og ein-
stökum þeirra finnst minna lil um, sem hér greinir.1):
Rvík. Ætla má, að afkoma manna í héraðinu hafi verið miðlungi
góð þrátt fvrir næga atvinnu og hátt kaup. Orsaltanna er að leita
í vaxandi dýrtíð og hæklcandi sköttum. Verst mun afkoman hafa
verið hjá launafólki, einkum því, sem hafði fyrir þungum heimilum
að sjá.
Akranes. Hlutur háseta á vetrarvertíð mun hafa verið 8000—12000
krónur og vélstjóra eftir því 12000—18000 kr., en skipstjóra 16000—
25000 kr. Árstekjur almennings mega teljast góðar og afkoma hér góð.
Borgarncs. Hagstætt til lands, en útgerð hér bar sig' lélega. Atvinna
er svo mikil í Borgarnesi, að hér fást ekki nægilega margir menn á
skip þau, sem héðan eru gerð út.
Ólafsvíkur. Eftirstríðskreppu gætti enn ekki verulega.
Stykltishólms. Atvinna mikil í kauptúninu, og' hafa bændur fengið
gott verð fyrir allt, sem þeir hafa getað framleitt og selt.
Búðardals. Afkoina manna yfirleitt góð, að því er oddvitar herma.
Þó segir einn þeirra, oddviti Skarðsstrandarhrepps: „Afkoma manna
hér fer versnandi, og valda þar mestu um sauðfjársjúkdómar (minnk-
andi bústofn) og samgöngulevsi á sjó og' landi og þar af leiðandi
engir möguleikar til breytingar á framleiðslu.“
Reykhóla. Afkoma g'óð, eins og á undanförnum árum, einkum hjá
verkafólki. En hækkandi vísitala og þar með dýrtíð hefur minni
áhrif á framfærslukostnað verkafólks í sveitum en kaupstöðum, þar
sem bæði fæði og einkum húsnæði kostar minna. Það er því í raun-
inni ósanngjarnt, að kaupgjald í sveit sé hið sama og í kaupstað. Aftur
á móti hefur hækkandi kaupgjald og vaxandi verkafólksekla, ásamt
hækkandi vöruverði, en lítið eða ekki hækkandi afurðaverði bænda,
heldur rýrt afkomu þeirra.
Flateyrar. Afkoma manna var að jafnaði betri en undanfarin ár
vegna hins hagstæða árferðis aðallega. Yinna varð öllu ineiri við
hraðfrystihúsin en áður vegna aukinna gæfta, og töluverð vinna var
i héraðinu við byggingar tveg'gja fiskimjölsverksmiðja og nokkurra
íbúðarhúsa.
Isafj. Afkoma manna sæmileg.
Ögur. Afkoma bænda góð, en sjómanna i lakara lagi.
Hesteyrar. Afkoman bágborin á mælikvarða þessara síðustu ára.
Þó munu allir hafa nóg til hnífs og skeiðar.
Blönduós. Afkoma mjög sæmileg í sveitunum, en í kauptúnunum
óvenjulega góð, því að atvinna við ýmsar framkvæmdir var mikil,
einkum í Höfðakaupstað, þar sem verið var að reisa síldarverksmiðj-
una nýju, auk ýmissa annarra starfa.
Hofsós. Afkoma bænda góð, en hefur versnað hjá íbúðum Hofs-
óskauptúns, miðað við árin 1944—-1945.
Þórshafnar. Afkoma fólks í meðallagi. Fiskafli var að vísu mjög
1) Ársskýrslur (yfirlitsskýrslur) hafa ekki borizt úr Hafnarfj., Alafoss, Flat-
eyjar, Árncs, Siglufj., Húsavíkur, Kópaskers, Bakkagerðis, Xes, Eskifj. og Djúpa-
vogs.