Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 54
52
maður, sem allir smituðust í brezkum hafnarbæjum. Vantalin er á
sjúkraskrám eig'inkona eins þeirra, sem maðurinn smitaði. Allir hafa
sjúklingarnir fengið neosalvarsan og bismuth. Læknar hér eru mér
vitanlega mjög samvizkusamir um meðferð sjúklinga og fylgjast með
lækningu þeirra.
Stórólfshvols. Varð ekki vart á árinu.
Eyrarbakka. Enginn sjúklingur á árinu.
Laugarás. Ekki orðið vart á árinu.
Keflavíkur. Kynsjúkdómar mjög fátíðir í jafn fjölmennu héraði.
Um helmingur lekandatilfellanna eru sjómenn, sem hafa smitazít
utanlands í siglingum. Fyrir kom, að amerískir læknar á Keflavíkur-
flugvelli gæfu mér upp stúlkur, sem áttu að hafa smitað Ameríkana,
og gengu þeir, sem eðtilegt er, ríkt eftir, að þær væru læknaðar. Var
það og gert, þegar þær reyndust sjúkar, sem ekki var alltaf. Verður
að segja það Ameríkönum til hróss, en þeir hafa haft mikið samneyti
við héraðsbúa, að heilbrigðiseftirlit hjá þeim, bæði hvað snertir kyn-
sjúkdóma og annað, er mjög gott.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Töflur V, VI, VIII, IX og XI.
Sjúklingafjöldi 1937—1946:
1. Eftir mánaðarskrám:
Tb. pulm. Tb. al. loc. 1937 .. 251 .. 169 1938 200 120 1939 237 109 1940 161 68 1941 224 127 1942 156 75 1943 180 87 1944 172 59 1945 151 49 1946 126 55
Alls ... 420 320 346 229 351 231 267 231 200 181
Dánir . .. 106 94 104 120 104 106 96 88 89
2. Eftir berklaveikisbókum (sjúkl. í árslok):
1037 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Tb. pulm. .. 998 967 851 867 854 853 799 748 746 782
Tb. al. loc. .. 526 511 236 239 259 282 250 231 210 257
Alls ... 1524 1478 1087 1106 1113 1135 1049 979 956 1039
Berkladauðinn má heita óbreyttur frá því, sem hann var á síðast
liðnu ári, en var þá minni en nokkru sinni áður. Heilaberkladauðinn
nam 9% alls berkladauðans, og er það mun hagstæðara hlutfall en á
síðast liðnu ári (12,5%), en hefur lægst orðið 6,7% (1941).
Skvrslur um berklapróf hafa borizt úr 36 héruðum og taka þau til
16548 manns. Skiptist sá hópur þannig eftir aldri og útkomu:
0— 7 ára: 1465 þar af jákvæð 67 eða 4,6 %
7—14 —: 11607 ---------— 1290 — 11,1 —
14—20 —: 2647 — 715 — 27,0 —
Yfir 20 —: 829 — 445 — 53,7 —