Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 213
211
24. 17. september. O. E. M-son, 28 ára. Til stóð, að maðurinn færi í sjúkrahús.
Hann hafði haft mikinn ótta af því að fara þang'að. Hinn 16. sept. fannst hann
í anddyri ibúðarhússins með skotsár á hægra gagnauga, og hjá honum lá fjár-
byssa. Við krufninguna kom í Ijós, að kúlan hafði farið inn í höfuðkúpuna
framanvert á hægra gagnauga aftur á við gegnum heilann, lent ofan til í
aftanverðum vinstra helming kúpubotns og kastazt af honum og þá farið
i stefnu þvert í gegnum litla heilann. Ályktun: Sjálfsmorð.
25. 23. sept. Þ. B-son, 38 ára. Fannst hengdur í kjallarabyggingu á stórhýsi, er
var í smíðum í bænum. Við krufningu og líkskoðun voru öll einkenni um
köfnunardauða af hengingu. Engin merki fundust, er bentu til, að hengingin
væri af annarra völdum. Ályktun: Sjálfsmorð.
26. 11. október. 2% mán. sveinbarn Þ. J. V-dóttur. Fannst andað að morgni 9.
okt. í vöggu sinni. Móðirin hafði gefið barninu að drekka af pela um nóttina.
Við líkskoðun höfðu lungun einkenni eins og við köfnunardauða. Fljólandi
mjólk var í barka. Ályktun: Útlit fyrir köfnunardauða.
27. 26. október. K. A. V., 17 ára karlin. Sementstunna, er notuð var til að færa
steypuefni frá hrærivél, féil úr gálga, sem brotnaði og lenti á höfði manns-
ins. Við krufninguna sást, að böfuðkúpa og efri og neðri kjálkabein voru marg-
brotin. Hryggurinn brotinn milli 11. og 12. brjóstliðs og brot á báðum læx--
beinum, enn fremur stórt sár á hægra fótlegg. Ályktun: Áverkar þessir liafa
leitt tii dauða samstundis.
28. 19. nóvember. J. K. G-son, 2 ára. Varð fyrir bifreið 18. nóv. og dó samstundis.
Við ki-ufninguna fundust rnikil brot á höfuðkúpubotni með stórfelldum blæð-
ingum. Heilinn var mikið rnarinn að neðan. Ályktun: Dauði af greindum
áverka.
29. 3. desember. M. O., 50 ára karlm. Tók inn blásýi-u og dó svo að segja sam-
stundis. Mikil blásýi-usvörun í magainnihaldi. Magaslimhúðin blóðhlaupin með
útbreiddum smáblæðingum. Ályktun: Blásýrudauði.
30. 4. desember. K. M-son, 59 ára. Féll á gólfið í svefnherbergi sínu og var ör-
endur. Við krufninguna fannst mjög stækkað hjarta (600 g) og mikil fibrosis
í hjai-taveggnum. Hægri kransæð hjai’tans var alveg lokuð nálægt upptökum
sínum, en í hinni vinstri fannst embolus, er lokaði fyrir upptök hennar.
Þessi embolus virtist hafa borizt frá thrombus i vinstra hjartahólfi. Ályktun:
Dauði af kransæðastíflu.
31. 6. des. G. B-son, 67 ára. Líkið fannst í-ekið í fjöru. Ályktun: Maðurinn vii'ðist
hafa fallið lifandi í vatnið og drukknað.
32. 18. desember. T. E., 48 ára karlm. Fannst látinn á bersvæði. Ályktun: Mað-
ui’inn virðist hafa verið ölvaður og orðið úti.
33. 28. desember. H. S. í-dóttir, 25 ára. Likið fannst rekið, en stúlkan hafði hoi’fið
rúmum mánuði áður. Hún hafði vei’ið mjög þunglynd út af kryppu, sem hún
hafði fengið á bakið i veikindum sínum. Likið var mjög rotið. Miklar bei’kla-
breytingar í gibbus, sem var á neðstu brjóstliðum, og stór kongestionsabscess
náði vinstra megin niður í m. psoas. Ályktun: Sennilega drukknun.
Að öðru leyti láta læknar Jxessa getið:
Ólafsvíkur. Engar skoðunargerðir.
ísafj. Drukkinn maður brauzt inn í geðveikradeild Elliheimilisins
á milli jóla og' nýárs, og var haldið, að hann hefði haft samfarir við
einhverja af sjúklingunum. í því tilefni fór fram réttarlæknisskoðun
á 2 geðveikum stúlkum, en ekki tókst að sanna ódæðisverkið á inn-
rásarmanninn, þótt líkindi væru mikil.
22. Sótthreinsanir samkvæmt lögum.
Tafla XX.
Samkvæmt sótthreinsunarreikningum, sem borizt hafa landlæknis-
skrifstofunni, hefur sótthreinsun heimila farið fram aðeins 95 sinn-