Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 76
74
gæta barnanna fyrir vanþekkingu mæðranna. B-vítamínskortur gerir
vart við sig á vanfærum konum, sem lítils eða einskis grænmetis neyta
eða bætiefnalítils eftir langa geymslu og lélega. Þeim hefur batnað við
ger- eða þíamíninndælingar. Við munnvikssprungum reynist mér
ríboflavín og járn með ágætum.
Eyrai'bakka. Fyrir koma, og ekki allsjaldan, létt rachitis- og scor-
butustilfelli.
Keflavíknr. Ýmsa kvillasemi virðist oft mega rekja til avítamínosis.
Enda líklega ekki undarlegt. Heita má, að hér fáist nýr fiskur á hverj-
um degi árið um kring, og' held ég', að það geti valdið mjög einhæfu
fæði. Því að þótt nýr fiskur sé holl fæða, er hann samt ekki einhlítur.
Enn fremur gæti verið samband á milli rnikils fisksáts og hinna tiðu
eczemsjúkdóma hér.
13. Bronchiectasiae.
Þingeyrar. 2 karlmenn. Báðir hafa feng'ið allmikinn blóðuppgang,
en tbc. kemur ekki til greina.
14. Caries dentium.
Flateyrar. Mikil hér.
Vestmannaeyja. Tannsjúkdómar tíðir, og virðist erfitt að ráða þar
bót á, fyrr en aukið grænmeti kemur til skjalanna og þar með nauð-
synleg hollustuefni.
Laugarás. Tannskemmdir nokkuð algengar. Þó er margt ungt fólk
og fullorðið líka, sem hefur allar sínar tennur heilar.
15. Cholecystopathia.
Þingeyrar. 2 konur leituðu læknis, önnur með kveisu og gulu; vafa-
laust er undirrótin cholelithiasis. Hin hafði meltingaróhægð ásamt
verkjum á gallblöðrustað. Er hún óþægindalaus við ákveðið mataræði.
16. Colitis ulcerosa.
Seyðisfj. Þann sjúkdóm, álít ég, að 24 ára stúlka hafi haft í 2—3 ár:
Hægðir með grefti og blóði og mjög tíðar ásamt verkjum í kviðnum.
Sjúklingurinn fékk 7 vikna meðferð í sjúkrahúsinu íueð nýju súlfa-
lyfi — salazopýrín — sem reynzt hefur ágætlega við þessum sjúk-
dómi ásamt tilheyrandi mataræði og rectalinnhellingum. Árangur
virtist ágætur. Sjúklingurinn losnaði fljótt við gröft og blóð úr hægð-
unum, jafnframt því sem þær urðu eðlilegri, og líðan öll batnaði. Lyf
þetta kvað einnig reynast vel við liðagigt. Hefur það fyrst verið notað
í Karolinska sjúkrahúsinu i Stokkhólmi.
17. Conjunctivitis.
Þingeyrar. Frekar algengur kvilli, bæði af áverka og fyrir smitun.
18. Cystitis.
Þingeyrar. Cystitis frekar algeng, og eru skráð 7 tilfelli hennar, allt
konur. Batnar yfirleitt vel með súlfalyfjum.
Flateyrar. 28 tilfelli, öll í kvenfólki, sum langvinn og' leiðinleg.