Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 208
206
Þingeyrar. Rottur bárust til Þingeyrar á stríðsárunum og hafa hald-
izt við síðan. Æti er nóg fyrir þær í fjörum. Veggjalús er í nokkrum
húsum í einum hreppi héraðsins, erfðagóss frá tímum hvalveiðistöðvar
norskrar, sem var í firðinum fyrir mörgum árum. Hefur verið svælt
í öllum húsunum, þar sem hennar hefur orðið vart, og sums staðar
tvisvar. Ekki hægt að útrýma henni úr gömlum gisnum húsum, en
úr hinum nýju hefur hún náðzt.
Bolungarvíkur. Eitrað var fyrir rottur, og virtist það hafa einhver
áhrif í bili. Húsaskítur enginn.
ísafi. Rottur eigi mjög áberandi, en kettir eru hafðir í aðalgeymslu-
skemmunum. Auk þess er nokkuð um villiketti í bænum, og gera þeir
áreiðanlega sitt til að halda rottunum niðri. Húsaslcíti hef ég ekki orðið
var við, en veggjalúsin hefur mjög farið halloka, eftir að byrjað var
að nota DDT.
Blönduós. Ekki önnur meindýr hér en hin þjóðlegu. Rottur munu
aldrei hafa komizt hér á land, eða a. m. k. ekki svo, að þær hafi náð
hér hólfestu.
Sauðárkróks. Heldur hefur boiáð minna á rottum, eftir að eitrun
fór fram, en talsvert er þó alltaf um þær.
Ólafsfj. Rottugangur afarmikill og eyðileggur fyrir stórfé árlega.
Grenivíkur. Ekki orðið vart við vegg'jalús né húsaskíti. Alltaf nokk-
uð um rottur.
Seyðisfj. Allsherjarrottueitrun fer fram a. m. k. einu sinni á ári
(að vetrinum), og eitthvað minnkar rottugangur á eftir. Tölu höfuin
við ekki á hópnum, svo að við getum ekki gefið upp árangurinn í
hundraðshlutatölum, eins og í Reykjavík, þar sem aðeins 5% verða
út undan. Veggjalýs hef ég aldrei orðið var við. Flugur geta verið til
rnikils óþrifnaðar og skaðsemi beinlínis i sumarhitum, sem þó geta
komið fyrir. Brýni ég fyrir fólki að hafa hvorki mat handa rottum né
flugum við heimili sín, því að hvort tveggja er að miklu eða öllu
leyti hægt að losna við, ef umgengni utan húss er nægilega góð.
Vestmannaeyja. Rottur gera hér mestan skaða, enda hefur til þessa
verið gert sáralítið til að útrýma þeim. Fyrirhuguð mun herferð gegn
þeim á komandi ári.
19. Störf heilbrigðisnefnda.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Heilbrigðisnefndin fékk á þessu ári í sig dálítinn fjörkipp,
og voru óvanalega margir fundir haldnir, eða samtals 12. Astæðan
til þessa var fyrst og' fremst sú, að ný heilbrigðisnefnd tók til starfa
eftir bæjarstjórnarkosningar í janúar. Var þegar á fyrsta fundi hinn-
ar nýju nefndar 26. febr. 1946 ákveðið að taka sérstaka daga þegar
í stað til þess að ræða heilbrigðissamþykktarfrumvarpið. Ekkert varð þó
úr þessu strax, en 2. maí var byrjað að fara yfir það og þá haldið
áfram, og voru þá 7 fundir haldnir í röð, mestmegnis eða eingöngu
um það mál. Að öðru leyti komu engin merk nýmæli fram í nefnd-
inni, nema skorað var á Mjólkursamsöluna að hraða sem mest, að í
framkvæmd kæmist afhending mjólkur í lokuðum flöskum, en ekki