Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 48
4fi
Dalvíkur. Hafa sennilega verið fleiri tilfelli en þau, sem skráð eru.
Grenivíkur. Nokkur tilfelli (ekkert skráð).
Búða. Fáein tilfelli (ekkert skráð).
Vestmannacyja. G.erði lítið vart við sig á árinu (ekki skráð). Eng-
inn faraldur.
27. Hlaupabóla (varicellae).
Töflur II, III og IV, 27.
Sjúklingafjöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Sjúkl......... 292 385 292 245 133 337 516 328 299 374
Hagar sér ínjög svipað ár eftir ár.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Gekk sem faraldur um vorið, í maí og júní.
Kleppjárnsreykja. 6 tilfelli, létt.
Patreksf). í nóvember skráð nokkur tilfelli. Kom aldrei hingað á
Patrelcsfjörð, en var töluvert útbreidd í Tálknafirði, þó að ég sæi ekki
nema fáa sjúklinga. Þessi kvilli gekk víst á sama tíma í Arnar-
firði.
Þingeyrar. Vægur faraldur í Mýrahreppi í apríl. Miklu fleiri veikt-
ust en skráðir eru.
ísafj. Með meira móti, en rnjög væg'.
Ögur. Stakk sér niður í desember.
Hólmavíkur. Sá ég aðeins.
Blönduós. Kona á þrítugsaldri og ungt barn hennar, auk annars
krakka.
Sauðárkróks. Varð með mesta móti vart. Fyrstu tilfellin skráð í
marz, og er veikin svo viðloða flesta mánuði ársins og mest í des-
ember. En hámarki nær hún ekki fyrr en á næsta ári. Áreiðanlega
fleiri veikzt en skráðir eru, því að vægustu tilfellin koma ekki fyrir
sjónir læknis. Þetta er stærsti faraldur, sein ég hef séð af hlaupa-
bólu, og veiktust sum börnin allmikið, einkum hin stærri.
Dalvíkur. Nokkrir sjúklingar, er ég man eftir. Hefur gleymzt að
færa sóttina á skýrslur.
Vopnafj. Stakk sér niður á 2 heimilum.
Segðisfj. í janúar veiktust 4, allir í sama húsi og því afskekktu, af
greinilegri hlaupabólu og' henni slæmri. Samgöngur voru þá engar,
svo að helzt leit lit fyrir, að sóttnæmið hefði varðveitzt á heimilinu
og skyndilega fundið jarðveg.
Víkur. Skaut upp kollinum í október, og' vissi enginn, hvaðan hún
kom.
Vestmannaeyja. Gerði einkum vart við sig á skólabörnum, en hvarf
eftir að þau voru kyrrsett heima, meðan á veikinni stóð.
Stórólfshvols. Skráð undir Eyjafjöllum. Sennilega fleiri veikzt.
Þessir sjúklingar urðu allir töluvert mikið veikir, og var læknis vitj-
að. Náðu sér allir tiltölulega fljótt.
Keflavíkur. Var væg en lengi á ferðinni.