Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 49
47
Auk framangreindra sótta geta læknar um þessar bráðar sóttir:
Angina Plaut-Vincent: Að venju eru í Rvík skráð á mánaðarskrám
wði mörg tilfelli, eða 27 alls, í janúar 2, febrúar 6, apríl 2, nVií 1,
júní 1, september 4, oklóber 8 og nóvember 3. Eftir aldri og kynj-
l,m skijitast þau þannig: 10—15 ára: 1; 15—20 ára m: 10, k: 6;
20—30 ára m: 7, k: 1; 30—40 ára m: 2.
Conjunctivitis epidemica:
Hólmavíkur. Conjunctivitis epidemica gekk hér seinna part sumars.
Ekki hæg't að sjá annað en þetta væri farsótt. Sjúklingar einkum
börn. , j
Encephalitis epidemica: Skráð eru 3 tilfelli, 20—30 ára karlmaður
í desember í Rvík, barn á 1. ári i september í Dalvíkur og 10—15
úra unglingur í ínaí í Stórólfshvols. Fyrir heilabólgu þessari er ekki
gerð nánari g'rein, en virðist ekki hafa verið talin encephalitis let-
hargica.
Hafnar. Grun hef ég um nokkur dreifð tilfelli af „encephalitis“.
Fyrsta tilfellið byrjaði á öndverðum túnaslætti með höfuðverk, eink-
um í hnakka, væguin hita (hæst 38.5°C) í nokkra daga, óþægindum
í hrygg' ofan frá hálsi og niður í mjóhrygg. Óljós óþægindi „periodisk“
út í útlimi alla, fram í fingur og' tær. Þetta var 33 ára karlmaður og
bóndi. Engar lamanir og ekkert sérstakt að finna með venjulegri
»kliniskri neurologiskri“ rannsókn. í nóvember fór sjúklingurinn á
3. deild Landsspítalans, og' sjúkdómsgreining þar var „encephalitidis
sequelae“. Önnur 4 tilfelli: 34 ára bóndi í Nesjum (fékk m. a., meðan
til var, tbl. penicillini og varð, hygg ég, gott af), 36 ára frú á Höfn,
32 ára ungfrú í Suðursveit og loks 42 ára lausamaður í Suðursveit
'—• og ef til vill fleiri. Væri fróðlegt að fá „vísindalega“ meira um
þetta að vita. Um fyrsta tilfellið (sem ég sendi suður) er það að segja,
að blöðin í Reykjavík komu með þá frétt um hann, að þar væri um
»poliomvelitis anterior aucata“ að ræða með talsverðum lömunum.
Hitt var annað mál, að í desember skrapp ungur maður austan úr
Lóni til Reykjavíkur og smitaðist þar af barnalömun, eftir því sem
talið er, en ég hef engin skjöl frá Reykjavíkurlæknum að byggja á,
aðeins hans eigin orð og mína ldíniska rannsókn. Taldi ég víst, að
þetta tilfelli hefði komið á farsóttaskrá Reykjavíkur.
Stórólfshvols. 1 stúlka, 11 ára, fékk encephalitis. Varð nokkuð mik-
ið veik, með háan hita, ákafan höfuðverk, óráð, uppköst og krampa.
Lá í 5 vikur. Batnaði, en lengi slöpp á eftir. Gaf henni mikið af súlfa-
lyfjuni.
Meningitis serosa: Ekki færri en 7 tilfelli eru skráð i ísafj., öll í
febrúar, 10—15 ára: 2; 15—20 ára k: 1; 30—40 ára k: 2; 40—60 ára
1,1: 2. í Reykjavík er í október skráður 20—30 ára karlmaður með
nieningitis, sem ekki er nánara sltilgreind.
tsafj. 7 tilfella er getið á mánaðaskrám með sjúkdóminn meningitis
serosa. Ég hefði ekki getað heimfært þessi tilfelli undir venjulega
heilasótt (meningitis cerebrospinalis epidemica), því að um meningó-
kokkasjúkdóm hefur tæplega getað verið að ræða, nema ef til vill í
einu tilfelli. Þó voru einkenni frá heilahimnu skýr, en gangur sjúk-