Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 37
35
gat verið uni samband að ræða. Hélt þessu háttalagi áfram marga
mánuði, og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í leit að smitbera, bæði
hér heima í héraði og með ágætri aðstoð Rannsóknarstofu Háskól-
ans, en allt kom fyrir ekki, unz þetta að lokum hvarf. í marga mán-
uði tókst að varna útbreiðslu veikinnar í þorpið Stokkseyri, en þó
kom að því, að nokkuð af fólki sýktist í 3 húsum, en víðar barst
þetta ekki.
16. Kikhósti (tussis convulsiva).
Töflur II, III og IV, 16.
Sjúklingajjöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Sjúkl........ „ „ „ „ 290 4413 39 7 129 1556
Dánir............... „ „ „ „ 48 5 „ 2 11
Að kikhósta mátti lieita landsfaraldur, þó að hann sneiddi hjá all-
mörgum héruðum, en það voru einkum hin afskekktustu og fólks-
fæstu þeirra, austanlands og vestan. Þó er hans ekki heldur getið i
nokkrum þéttbýlishéruðum norðanlands, er liggja mjög í þjóðleið,
svo sem Blönduós, Siglufj. og Húsavíkur. Miklum mun færri eru
skráðir en í síðustu landsfaröldrum, enda óvenju skammt umliðið
frá síðasta landsfaraldri, eða tæp 3 ár, og því aðeins fátt eitt barna
næmt fyrir veikinni. Læknar telja kikhóstann hafa verið mjög vægan,
og þakka sumir árangri bólusetningar, en aðrir efa það, og víst rnuri
hann einnig' hafa reynzt vægur í óbólusettum börnum. Til saman-
burðar á 4 síðustu landsfaröldrum að kikhósta eru birtar eftirfar-
andi tölur (skráð tilfelli, fjöldi dáinna og hlutfallstölur þeirra, mið-
að við skráð tilfelli): 1927—1928: 6903/158/22,9%c, 1935—1936:
8355/124/14,8^, 1941—1943: 4742/53/11,2%» 1945—1946: 1685/13
/7,7%0.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Eins og tekið var fram í ársskýrslunni 1945, barst kikhósti
hingað til bæjarins unr líkt leyti og mislingarnir, annað tveggja frá
Ðanmörku eða Noregi. Á hér um bil sama tíma mun kikhóstinn hiafa
flutzt til Breiðafjarðar með fólki, sem kom þangað heim frá Norð-
urlöndum. Vestur við Breiðafjörð mun hann hafa náð nokkurri út-
breiðslu. Um haustið 1945 barst hann svo hingað til bæj'arins og
náði þegar nokkurri útbreiðslu undir árslokin. Hélt svo faraldurinn
áfram, og kvað mest að honum fyrstu 3 mánuði ársins, en var lokið
í nóvember. Yfirleitt var hann léttur. Nokkuð var gert að bólusetn-
ingu gegn kikhóstanum, en árangur mjög vafasamur.
Akranes. Gekk hér mánuðina apríl—júní og barst frá Reykjavík.
Samkvæmt ósk fólksins var framkvæmd bólusetning gegn veikinni
í mánuðunum febrúar, marz og apríl, og voru bólusett 111 börn alls,
flest innan 3 ára. Kikhóstinn var yfirleitt vægur, og er erfitt að segja,
hve mikinn þátt bólusetningin hefur átt í því. Þó virtist svo sem hún
hafi dregið lir honum í mörgum tilfellum, og að minnsta kosti þóttist
fólkið taka eftir því.
Kleppjárnsreykja. Faraldur í febr.—marz, allþungur. 2 börn fengu