Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 114
112
ist alveg í þunglyndi, og varð þá að flytja hann á sjúkrahúsið, þar seni
hann hefur dvalizt síðan, og er vandræðalítið að fást við hann. Hinn
er ungur maður, sem ég hef ekki séð mér fært að taka á sjúkrahúsið,
því að hann þarf gæzlu með, með því að hann er stundum nokkuð
órólegur. Hreppsnefndin hefur verið í stökustu vandræðum með mann
l>enna, því að enginn fékkst til að taka hann nema einn bóndi í
hreppnum, og heimtaði sá kr. 50.00 á dag' í meðgjöf.
Sauðárkróks. Miðaldra maður, sem árum saman hefur með köflum
þjáðst af hugarvíli og verið hálfsinnisveikur, en samt unnið fyrir sér,
gerði tilraun til að drekkja sér, en var bjargað. Hresstist brátt og var
nieð frískasta móti lengi á eftir. Annar miðaldra maður, sem lengi
hefur verið einkennilegur, tók upp á því að vilja ekki borða og svelti
sig í 3 vikur. Var hann svo tekinn á sjúltrahúsið, og tók liann þá til
að borða eins og hver annar. Síðan hefur hann virzt með nokkurn
veginn réttu ráði. Hvorugan þessara manna hef ég' skráð geðveikan.
Hofsós. 1 kona á fimmtugsaldri veiktist. Hafði verið á geðveikra-
hæli fyrir 10—12 árum.
Ólafsfj. Sama konan og áður. Heldur heimili og „elur upp“ 2 ung
börn. Einnig sami maður og áður.
Vestmannaeijja. Verið er með geðhilaða sjúklinga á sjúkrahúsi bæj-
arins. Þar ættu þeir þó ekki að vera, heldur á geðveikrahæli. En á
Klepp hefur ekki verið hægt að koma þessum sjúklingum árum sam-
an. Hér þyrfti, ef vel væri, geðveikrahæli fyrir 10—12 sjúklinga.
Langarás. Sami maður geðveikur og undanfarin ár. Tókst að vista
hann á heimili, þar sem pláss á Kleppi var ófáanlegt, og er hann sæmi-
lega rólegur.
U m f á v i t a.
Reykhóla. 1 bættist við, 2 ára súlka, greinilega imbecil.
Patreksfj. Fávitinn G,. J. orðinn til óþæginda og' getur hvenær sem
er orðið til stórvandræða. Á þessu ári hefur það borið við, að hann
hefur lagt hendur á heimilisfólk silt og viljað misþyrma því. Veit
enginn, hvað af því kann að hljótast. En þetta verður víst svo að vera.
Það er í engin hús að venda með þetta fólk, hæli ekkert til. Hann á
varla samleið með börnum og unglingum, enda líklega fullskipað á
Kleppjárnsreykjum.
Isafj. 3 fávitar dveljast á Elliheimilinu, en hinir í heimahúsum. Má
aðbúnaður þeirra, sem í heimahúsum dveljast, teljast sæmilegur,
nema í einu tilfelli. Það er 45 ára kvenmaður, sem hefur verið svo
óróleg, að þurft hefur að hafa hana lokaða inni í klefa, sem sérstak-
lega var byggður af því tilefni; ber brýna nauðsyn til að koma sjúk-
lingnum ú geðveikrahæli.
Hvammstanga. Á Hvammstanga er erfiður fáviti við slæm skilyrði
(sbr. fyrra árs skýrslu).
Blönduós. Nú 2 fleiri en næsta ár á undan, en að réttu lagi hefðu
þeir einnig' átt að vera taldir þá. Það eru systkini, 18 og 6 ára, og er hið
eldra, drengurinn, á Kleppjárnsreykjum. Suniir hinna hafa nokkra
starfsgetu, en 1 þeirra, hálffertug stúlka, er algerður örviti og' hefur