Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 19
17
lekið sér bólfestu í Reykjavík og nágrenni hennar. Meiri lífsþægindi
og von um stöðugri atvinnu dregur unga fólkið frá sjósókn á sama
hátt og fólkið úr sveitunum.
Stórólfshvols. Fólki fækkaði um 121 mann á árinu, og er það lang-
mesta fækkun, sem átt hefur sér stað, frá því ég kom í héraðið.
Oftast hefur fækkunin ekki numið á ári nema nokkrum tugum, 20
■—30, mest 50 manns. Er illt til þess að vita. Nú standa hópar af
ágætum jörðum auðar. Einn góðan veðurdag fer bóndinn frá öllu
saman, skellir bæjardyrahurðum í lás og flyzt með allt sitt á brott,
oftast til Reykjavikur. Jörð og hús mannlaus og auð, þótt hann eigi
allt sjálfur. Aldrei man ég til þess fyrr en á því herrans ári 1946,
að þá fleygði einn bóndinni frá sér orfi og' ljá á miðjum túnaslætti,
fór frá túninu hálfslegnu og töðunni óhirtri og fluttist burt með allt
sitt. Svona gengur það til hér. Allir streyma i kaupstaðina, þar sem
allt flýtur í gulli og gimsteinum, vinnuvikan er 5 dagar og sífelld
frí, og virðist svo sem margir hafi lítið fyrir lífinu, en samt gnægð
fjár, eða svo virðist mörgu sveitafólkinu, og flýtir það sér því burtu
til þess að missa ekki af strætisvagninum.
Eyrarbakka. Fólkinu fækkar.
Selfoss. Þó að tekjur bænda muni án efa hafa verið með ágætum,
er straumurinn eigi að síður æ hinn sami úr sveitunum. Ungu stúlk-
urnar una hvergi nema í Reykjavík, og að vonum leita ungu pilt-
arnir á eftir. Engar umbætur á atvinnuháttum, húsakynnum, sam-
göngum og flestu eða öllu því öðru, sem snertir aðbúnað og hag-
ræði fólksins, munu megna að stöðva þenna fólksstraum úr sveitun-
um, jafnvel ekki að draga úr honum, svo áð nokkru nemi. Engar
kaup- eða tekjuhækkanir — þótt hátekjum nái — munu heldur reyn-
ast haldkvæmar í því efni. Ég efast meira að segja um, að jafnvel
fyllsta kreppuástand í höfuðstaðnum — sem drottinn forði honum
frá — myndi aftra fólki frá að keppa þangað óðfluga.
Laugarás. Fólkinu fækkar stöðugt, jafnvel meira en tölurnar sýna.
Margir eru fluttir burtu, þó að þeir telji enn þá heimili sín í sveitinni.
Keflavíkur. Fólksfjölgun í minna lagi.
III. Sóttarfar og sjúkdómar.
Allflestir héraðslæknar telja almennt heilsufar hafa verið gott eða
í betra meðallagi, og hefur svo verið hin síðari ár. Þó að inflúenza
og kikhósti gengju yfir, voru báðar sóttirnar fremur tilþrifalitlar,
en tiltölulega meira kvað að mænusótt, sem fór víða vfir síðustu 3
Jnánuði ársins. Almennur manndauði var minni en nokkru sinni
áður og nam 8.5%c, Mun leitun á lægri dánartölu.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Heilsufar í bænum var yfirleitt slæmt á árinu, en verst 3 fyrstu
og 2 síðustu mánuði ársins.
Illeppjárnsreykja. Heilsufar í meðallagi.
3