Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 214
212
um á árinu á öllu landinu. Tíðasta tilefnið er berldaveiki (47%), þá
skarlatssótt (23%), en tilefnis er of oft ekki getið (22%).
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Sótthreinsanir með langfæsta móti um langt skeið.
Blönduós. Hafa engar fram farið á árinu, enda ekki gefizt sér-
stakt tilefni til.
23. Húsdýrasjúkdómar.
Læknar láta þessa getið:
Þingeyrar. Talsvert ber á doða í kúm og einnig í ám, að því er bænd-
ur telja. Yfirleitt er a) gefið kalk (CaC12) fyrir burð, b) sprautað
með sol. calcii bor. gluc. í veikinni, eða lofti dælt í júgur, og með all-
góðum árangri. „Hrossasótt" stingur sér niður við og við. Við henni
er sprautað inn arecolhydrobrómíði með ágætum árangri.
ísafj. Slátrun með minna móti vegna sölu lifandi fjár til norður-
landsins. Til framfara getur það talizt, að lélegasta sláturhúsið var
lagt niður á árinu. Annars var fé lítið skemmt eftir fjárflutningana um
haustið, en mikið bar á sullum í fullorðna fénu eins og áður.
Hólmavíkur. Mæðiveikin gerir þó nokkurn usla, og stendur til að
skera niður á svæðinu. Annars ber lítið á sjúkdómum i fé. Aftur á
móti ber mikið á kvillum í kúm. Er það sérstaklega doði og svo kall-
aður súrdoði, eða króniskur doði, sem mikið kveður að hér urn slóðir.
Einnig ber nokkuð á júgurbólgu af ýmsum orsökum. Er oft æði mikið
að gera við að útbúa öll þessi kúameðul. Einstaka sinnum hjálpað
til að gefa kalkinndælingar, gert við smámeiðsli, saumaðar sprungur
og þess háttar.
Blönduós. Húsdýrasjúkdómar hér margir og miklir. Auk sauð-
fjársjúkdóma, sem herjað hafa héraðið, hefur talsvert borið á bráða-
dauða í kúm, sem margir hyggja, að standi í sambandi við síldar-
mjölsgjöf. Þá er og' doði allalgengur í kúm, bæði bráðadoði eftir burð
og króniskur doði. Við báðum tegundunum gefst ágætlega að dæla
kalki inn undir lnið eða i æð.
Sauðárkróks. Vegna fjárpestanna er nú helzt ráðgert að skera nið-
ur sauðfé á stórum svæðum. Mæðiveikin herjar alltaf á sauðfé bænda.
Svo er garnaveiki á þeim svæðum, þar sem mæðiveikin er ekki. Var
allt sauðfé úr Hegranesi skorið niður í haust, og er þar sauðlaust
í vetur. Vart mun hafa orðið garnaveiki í kúm.
Grenivíkur. Mæðiveiki hefur gert mikinn usla í héraðinu. Öllu fé
var slátrað síðast liðið haust, einnig 3 beljum, sem keyptar höfðu
verið haustið áður að sunnan vegna hræðslu við garnaveiki, og reynd-
ust þær allar lausar við hana. Nokkuð hefur borið á, að kýr bráð-
dræpust, og hefur kalk- og fosfórskortur verið talinn orsökin, en
liann rakinn til slæmrar töðu.
Breiðumýrar. Fjárskiptum lokið í héraðinu, en samt er ekki öruggt
um, að mæðiveikinni sé útrýmt til fulls.
Vopnafj. Fjárpestir, garnaveiki og kýlaveiki, gerðu bændum mikinn
skaða.
Egilsstaða. Borið hefur á garnaveiki í nokkrum hreppum héraðsins,
og hefur hún valdið tilfinnanlegu tjóni á stöku stað.