Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 30
28
Seyðisfi. Flestir að haustinu.
Búða. Gekk héi’ í mánuðunum janiiar og marz, líkt og um faraldra
væri að ræða; í öðrunx mánuðum har lítið á veikinni.
Hafnar. Greinilega afleiðingar sláturtíðarinnar og breytingar á
mataræði (og ofáts) henni samfara. Engin sumardiarrhoea.
Breiðabólsstaðar. Gekk nokkuð í nóvember- og desembermánuðum.
Vestmannaeyja. Talsverð brögð að veikinni í börnum í janxiar og
febrxiar og haustmánuðina, eins og raunar oft i sláturtíð áður.
Stórólfshvols. Fá tiifelli, helzt unghörn. Ekki alvarlegt.
Eyrarbakka. Allmörg tilfelli sumar- og haustmánuði.
Laugarás. Aðeins fá tilfelli.
Keflavíkur. Með minna móti á þessu ári. Einkum er áberandi, hve
veikin er fátíðari í ungbörnum en undanfarin ár. Geklc tvo síðustu
mánuði ársins, en rénaði eftir áramótin.
9. lnflúenza.
Töflur II, III og IV, 9.
S' júklingafjöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 194G
Sjúkl. 21977 1301 5326 157 9670 625 12969 1949 863 5378
Dánir 87 „ 27 2 38 2 36 4 „ 7
Kom jafnhliða upp í Reykjavík og á Vestfjörðum í febrúar (beint
samband við útlönd), gekk um allt land á útmánuðum og fram eftir
vori og lault aðalumferð sinni á röskum 4 mánuðum. Er skráð í öll-
um landsfjórðungum og þó alls ekki i 12 héruðum á víð og dreif um
landið (Borgarnes, Stykkishólms, Flateyjar, Bíldudals, Hesteyrar,
Hofsós, Siglufj., Ólafsfj., Dalvíkur, Nes, Djúpavogs og Selfoss), en
eflaust ekki fyrir það, að þau hafi sloppið við veikina, heldur hafa
hlutaðeigandi læknar ekki viljað viðurkenna faraldurinn inflxienzu,
enda var hann vægur og greindist illa frá venjulegri kvefsótt. Á fylgi-
kvillum bar lítið.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Nokkur faraldur hófst um áramótin 1945—1946. Náði há-
inarki í marz. Mest bar á inflúenzunni i börnum. Var yfirleitt væg.
2 taldir dánir.
Akranes. Gekk hér mánuðina marz, apríl og maí.
Kleppjárnsreykja. Faraldur í apríl—maí, allþungur, en fór ekki
mjög víða.
Ólafsvíkur. 3 inflúenzufaraldrar.
Búðardals. Gekk hér í marz og maí. Veikin fremur væg á fullorðnu
fólki, en sum af skráðum kveflungnabólgutilfellum komu upp lir in-
flúenzunni.
Reykhóla. Var aðalfarsóttin. Barst með byrjandi samgöngum í apríl.
Breiddist hægt út, og mun ég hafa skýrt hana kvefsótt á þeirri mán-
aðarskrá. í ínaí fer hún vaxandi, dreifist síðan nokkuð jafnt á næstu
3 mánuði og þyngist heldur, eftir því sem á líður, og klykkir lit með
nokkrum vægum lungnabólgutilfellum í ágúst. Munu þeir færri hér-