Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 225
223
Þar sem ráðuneytið hefur nú ákveðið að gera það að skilyrði fyrir
staðfestingu samþykktarinnar, að hún verði endurskoðuð með tilliti
til athugasemda minna, bið ég, að þess verði greinilega látið getið
við bæjarstjórnina, jafnframt því sein samþykktin verður endursend,
að sú endurskoðun, sem krafizt er, sé ekki þess háttar, að taka þurfi
langan tíma, ef rétt er staðið að. Hér er um umskrift eina að ræða
ásamt nokkrum úrfellingum og getur ekki talizt annað en „redaksjón“.
Er það aðeins eins manns verk, en miklu varðar, að til þess sé val-
inn maður, sem sýnt er um þess háttar vinnubrögð. Stendur til boða,
að ég leiðbeini um val á slíkum manni, auk þess sem ekki skal á því
standa, að ég leiðbeini á allan liátt um framkvæmd verksins, og hefur
sú aðstoð mín jafnan staðið til boða.
Pylgiskjal A.
VII. IÍAFLI
Um vinnustöðvar iðnaðar- og verkafúlks.
40. gr.
Um vinnustöðvar iðnaðar- og verkafólks og tilhögun á þeim, er lýtur að þrifn-
aðar- og heilbrigðisháttum, fer eftir almennum lögum og reglum, scm á hverjum
tíma gilda um það efni (sbr. 4.—9. gr. laga nr. 24 7. maí 1928, um eftirlit með
verksmiðjum og vélum, og 3.—15. gr. tilheyrandi reglugerðar nr. 10 16. febrúar
1929 með áorðnum breytingum samkvæmt reglugerð nr. 95 30. júni 1941.)
Umfram það, sem fyrir er mælt í almennum lögum og reglum, skal þess gætt,
sem greinir i 41. og 42. gr.
41. gr.
Þeir, sem liafa með höndum, þegar samþykkt þessi gengur í gildi, iðju eða
iðnað eða annan atvinnurekstur á sérstökum vinnustöðvum, sem um ræðir i
40. gr., skulu þegar í stað tilkynna það heilbrigðisnefnd og Iáta fylgja tilkynn-
ingunni nákvæma lýsingu á hlutaðeigandi vinnustöð og allri tilhögun þar. Getur
heilhrigðisnefnd þá krafizt lagfæringar á því, sem á skortir, að hvað cina full-
nægi fyrirskipuðum reglum, og veitir til þess hæfilegan frest.
42. gr.
Á vegum heilbrigðisnefndar skal haldin skrá yfir allar vinnustöðvar iðnaðar-
og verkafólks i umdæminu og skoðun gerð á þeim, þegar nefndinni þykir þurfa, og
cigi sjaldnar cn einu sinni á ári á hverri stöð. Fulltrúi heilbrigðisnefndar skal
jafnau fylgjast með skoðunarmanni rikisins, er hann gerir aðalskoðun á verk-
smiðjum, verkstæðum og öðrum vinnustöðvum í umdæminu, og árita skoðunar-
gerðina ásamt honum.
XIII. KAFLJ
Um meðferð maivœla og annarrar neijzhwörii.
A. Almenn ákvæði.
79. gr.
Um meðferð matvæla og annarrar neyzluvöru fer eftir alinennum lögum og
rcglugerðum, sem á hverjum tíma gilda um það efni (sbr. lög nr. 24 1. febrúar
1936, uin eftirlit með matvælum og öðrum neyzlu- og nauðsynjavörum, og reglu-
gerðir, sem settar liafa verið samkvæmt þeim lögum, einkum reglugerð nr. 49
15. júlí 1936 og rcglugcrð nr. 17 22. febrúar 1939).
Um frain það, sem fyrir er mælt í almennum lögum og reglugerðum, skal
þess gætt, sem greinir i 80.—. . gr.
B. Um mjólk og mjólkurvörur.
• • gr.
Um meðferð mjólkur og mjólkurvöru fer eftir almennum lögum og reglum,
sem á liverjum tima gilda um það efni (sbr. reglugerð nr. 136 19. október 1946,
um mjólk og mjólkurvörur).