Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 119
117
3. T a k m ö r k u ð 1 æ k n i n g a 1 e y £ i:
Tannsmíð (í héruðum, þar sem eltki er tannlæknir fyrir).
Ingibjörg Sigurásta (Ásta) Hallsdóttir (26. júní).
Björg Jónasdóttir (30. október).
Læknar láta þessa getið:
Akranes. Kolbeinn Kristófersson cand. med. starfaði hér frá 1.
október 1945 og' fram í marzmánuð. Þar sem Hallgrímur Björnsson
læknir var þá eigi ltominn úr utanför, var Þorgeir Jónsson stud. med.
fenginn til aðstoðar um 2 vikna tíma. Hjúkrunarkona bæjarins,
Lovísa Lúðvíksdóttir, sem starfað hefur hér undanfarin ár á vegum
sjúkrasamlagsins, fluttist burt á síðast liðnu vori. Var þá fengin
önnur hjúkrunarkona, búsett hér, til þess að taka að sér starfið í
bráðina. Starfaði hún fram undir árslok.
Ólafsvík. Ólafsvík bættist ný ljósmóðir í lok ársins. Gegnir hún
líka Hellissandi og Fróðárhreppi, en þar er nú að líkindum ein barn-
bær kona.
Reykhóla. Erfiðlega gengur að fá ljósmóður. Er aðeins 1 starfandi
og þjónar 2 umdæmum, Beykhóla og Geiradals, sem að vísu mætti
vera eitt umdæmi. Eru þau auðveld yfirferðar á sumrum, að mestu
bílfær, en snjóþungt nolckuð á vetrum og 50 km enda á milli. Ljós-
mæðraskipti urðu á ái’inu, og' mátti heita slembilukka, að ung stúlka
fékkst til að læra og taka við, en óvíst hve lengi hún tollir. Öllu verr
er G,ufudalssveitin sett, sem ómögulegt má telja að þjóna úr Reyk-
hólasveit, a. m. k. á vetrum. Vill til, að þar er lítið um fæðingar,
þá bjargar ljósmóðir í Múlahreppi, sem auðveldara er að ná til sjó-
leiðis, en treg mun hún oftast vera. Virðist mér, að þeim tveim um-
dæmum mætti slá saman, þó að sitt i hvoru héraði séu.
Patreksfj. Hans Svane stud. med. gegndi héraðinu í fjarveru hér-
aðslæknis hálfs mánaðar tíma. Jóhanna Björnsdóttir gegndi ljós-
móðurstörfum hér á Patreksfirði fram í maí, en eftir að hún fór,
gegndu þær lærðar Ijósmæður, sem hér eru búsettar — þær eru 3 —
en ný ljósmóðir, Kristín Ingimarsdóttir, tók við frá 1. október.
Þingeyrar. Ljósmæður sátu í öllum umdæmum héraðsins, og má
það gott heita. Gunnlaugur Þorsteinsson gegndi héraðinu til dauða-
dags, 23. marz. Læknislaust til 8. apríl, er ég tók við störfum hér
(veitt 1. apríl).
ísafj. Á árinu bættist læknir við hér á staðnum, er yfirlæknisstaða
sjúkrahússins var veitt Bjarna Sigurðssyni, sérfræðingi í handlækn-
ingum. Verður þetta að teljast mikil bót, því að áður voru læknarnir
tveir mjög hlaðnir störfum, sérstaklega vegna læknisleysisins í ná-
grannahéruðunum. Annars geta sjúkrasamlagsstörfin hér eigi talizt
ofætlun einum manni, sízt ef heilsuverndarstarfsemin verður bætt.
Hins vegar er brýn þörf fyrir aðstoðarmann við sjúkrahúsið, sem
vel gæti verið námskandídat. En eðlilegast væri, að héraðslæknir
væri óbundinn af venjúlegum sjúkrasamlagsstörfum, og gæti því meir
stundað heilsuverndarstarfsemina og almennt heilbrigðiseftirlit.
Ögur. Héraðið læknislaust allt árið, en héraðslæknirinn á Isafirði
þjónaði því ásamt sínu héraði. Líkindin verða með hverju ári minni