Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 52
50
Hér fer á eftir:
Skýrsla til landlæknis fyrir árið 1946
frá Hannesi Guðmundssyni húð- og kynsjúkdómalækni
í Reykjavík.
Gonorrhoea. Sjúklingar með þenna sjúkdóm voru samtals 377 á
árinu. Þar af voru 118 konur og stúlkubörn, en 259 karlar. Lang-
flestir hinna skráðu sjúklinga voru íslendingar, 15 útlendingar. Eftir
aldursflokkum skiptust sjúklingar þessir þannig:
Aldur 0 -1 1—5 5—10 10—15 15—20 20—30 30—40 40—60 Samt.
Konur og stúlkub. „ 1 1 2 35 73 5 1 118
Karlar ............. „ „ „ 49 182 22 6 259
Fylgikvillar með allra fæsta móti. Þessir voru helztir: Prosta-
titis acuta 4, epididymitis 10, salpingitis 6, arthritis gonorrhoica 2.
Mikill hluti þessara sjúklinga hefur fengið pensilínlækningu á 6. deild
Landsspítalans. Er sú lækningaraðferð tvímælalaust hin langbezta,
sem þekkist við þessum sjúkdómi. Gefnar eru venjulegast 200 þús-
und einingar alls í jöfnum skömmtum 7—8 sinnum á sólarhring.
Sé um þrálát tilfelli að ræða eða fylgikvilla, er gefinn tvöfaldur
skammtur eða meira (salpingitis).
Syphilis. Nýir sjúklingar með þenna sjúkdóm voru alls 45 á árinu.
Af þeim voru 5 útlendingar, hinir íslendingar.
Sjúklingarnir skiptust þannig:
Aldur 0—1 1—5 5—10
Syphilis
primaria ........... „ „
secundaria ...... „ „ „
tertiaria ........... „ „
congenita ....... „
Samtals ,, „ „
10—15 15—20 20—30 30—10 40—60 Samt.
M. K. M. K. M. K. M. K. M. K.
211 5 18
„ „ 1 1 8 6 7 „ 3 „ 26
,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, 1 1
,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,, ,,
„ „ 3 1 19 6 12 „ 3 1 45
32 sjúklinganna liöfðu lokið lækningu sinni í árslok og voru þá
sero -7-, 7 höfðu ekki lokið lækningu sinni eða voru sero -f- við sið-
ustu rannsókn, 4 sjúklingar fluttust út á land til framhaldslækningar
þar, 1 vanrækti lækningu sína, og 1 fluttist úr landi.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. Lekandasjúklingum virðist fjölga ár frá ári. Sjúklingarnir
voru dreifðir svo að segja jafnt yfir allt árið. Sárasóttarsjúklingar líka
talsvert fleiri en árið 1945.
Akranes. Karlmaður með lues primaria smitaðist á Englandi. Ein-
kennalaus í árslok.
Stykkishólms. Ekkert sjiikdómstilfelli skrásett á árinu af þessum
sjúkdómum í neinni mynd.
Búðardals. Hef ekki orðið kynsjúkdóma var.
Rcykhóla. Kynsjúkdóma hef ég ekki séð hér.
Patreksjj. Með minna móti af kynsjúkdómum, strjálingur af gonorr-