Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 22
20
Grenivíkur. Aldrei faraldur, en dreifð tilfelli allt árið.
Breidumýrcir. Gerði minna vart við sig en á undanförnum árum.
Aldrei neinn faraldur.
Þórshafnar. Nolckur dreifð tilfelli, aðallega í sambandi við kvef-
sótt og inflúenzu.
Vopnafj. Gekk sem faraldur síðara hluta ársins. Margir sjúkling-
anna fengu háan liita, 39—40°, og eitlar bólgnuðu á hálsi. 2 sjúk-
lingar fengu, að því er ætla má, nýrnabólgu upp úr hálsbólgunni,
og 1 sjúklingur fékk abscessus retrotonsillaris, sem læknir opnaði.
Egilsstaða. Stakk sér niður við og við, en aldrei sem faraldur.
Seyðisfj. Óvenju margir sjúklingar. Mest bar á kvilla þessum í októ-
ber og nóvember. Sjiikdómur þessi hagaði sér nokkuð á annan veg
en vanaleg tveg'gja- þriggja daga kverkabólga. Sjúklingarnir gátu haft
háan hita í marga daga, ósjaldan voru eitlar bólgnir utan á hálsi, og'
voru sjúklingarnir oftast lengi að ná sér. Um svipað levti gekk mænu-
sóttarfaraldur á Norðurlandi og í Reykjavík. Óttuðust margir, að um
sama sjúkdóm gæti hér verið að ræða, og' var læknis því vitjað víðar
en ella hefði gert verið. Koinu ])ó aldrei einkenni í ljós, er gefið gætu
í skyn, að um þá veiki væri að ræða.
Búða. Kom fyrir alla mánuði ársins, að janúarmánuði einum undan
skildum.
Víkur. Öll tilfelli væg.
Vestmannaeyja. Gerði vart við sig í öllum mánuðum ársins. Yfir-
leitt væg. Grunur lék á því í haust, að sumt af kverkabólgunni, sem
þá gekk, gæti verið væg mænusótt.
Stórólfshvols. Gerði vart við sig' flesta mánuði ársins, en var frekar
væg. Sjúklingar flest börn og unglingar. Ekki mikið urn ígerðir eða
aðra fylgikvilla.
Eyrarbakká. Nokkur tilfelli alla mánuði ársins, en flest og' þyngst
munu þau hafa verið í nóvember.
Laugarás. Fáein tilfelli í flestum mánuðum ársins, flest væg. 2
tilfelli af angina Vincenti. Pensilíngjöf.
Iíeflavíkur. Mjög tíður kvilli hér, einkum fyrra hluta ársins. Ekk-
ert barn dó úr veikinni, en í nokkrum tilfellum þurfti aðgerða við
vegna stórra ígerða.
2. Kvefsótt (catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2.
Sjúklingafjöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Sjúkl. 16476 14320 16938 15982 20248 21777 14086 18459 16158 18812
Dánir 21 5 1443624
Þetta ár mun liafa verið kvefár með meira móti, en kvefið ekki
afbrigðilegt á nokkurn hátt.
Læknar láta þessa getið:
Bvík. Talsvert mikið kvað að kvefsótt á árinu og allmiklu meira
en næsta ár á undan. Mest bar á henni fyrstu 3 mánuði ársins, og
allmikið kvað að kveflungnabólgu í sambandi við kvefsóttina.