Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Page 101
99
2 sinnum við óeðlilegar fæðingar (grindarþrengsli samfara hjarta-
hilun og fyrirsæt fylgja). Var gerð sectio caesarea á báðum kon-
unum. Annað barnið andvana, en hitt hálfdautt og' ekki hægt að
lífga það við. Konunum heilsaðist báðum vel. Skjótist barnið ekki
í heiminn, um leið og ljósmóðirin kemur inn úr dyrunum, er læknis
vitjað. Konurnar óska deyfingar, og ljósmæðurnar vilja láta herða
á sóttinni, og læknarnir líka, sé þess kostur að hættulausu, þegar
þeir eru búnir að bíða lengi til einskis. Stundum eru læknar sóttir
á réttum tíma. Tala fósturláta 5. Abortus provocatus enginn, enda
óheimilt lögum samkvæmt, að fóstureyðingar fari hér fram á sjúkra-
húsinu.
Eyrarbakka. 19 sinnum vitjað til sængurkvenna á árinu, tvisvar úr
héraði í fjarveru stéttarbræðra, oftast aðeins til að deyfa. 3 tangar-
fæðingar, 1 vending', 1 barn vanskapað (mutilatio digitorum manus
dextrae). Engra fósturláta getið.
Laugarás. Barnsfæðingar gengu fremur vel. 11 sinnuin vitjað til
sængurkvenna. Tvisvar var um sitjandafæðingu að ræða. Einu sinni
framhöfuðstaða hjá roskinni frumbyrju. Varð að gera vendingu og
framdrátt, og náðist barnið liðið. í hinum tilfeilunum var um lé-
legar hríðir að ræða, og löguðust þær við pitiiitrín. Fósturlát 2 eða
3, og gengu af sjálfu sér nema eitt. Var gerð á þeirri konu evacuatio
uteri á Landsspítalanum í Reykjavík.
Keflavikur. Lækna var 14 sinnum vitjað til sængurkvenna. Til-
efni oftast sóttleysi eða ósk um svæfingu, en einu sinni þverlega,
sem er mjög fátítt. Þegar læknir kom, var úti annar handleggur
upp að öxl. Konan hafði ekki fætt í mörg ár, en fóstur var stórt
og sótt allhörð. Var þetta með óálitlegri fæðingum, en fór vel. Við
iæknarnir svæfðum konuna, gerðum vendingu og framdrátt, sem
var mjög erfiður, svo að við þurftum að skiptast á. En barnið (18
Jnerkur) kom lifandi, og konunni heiisaðist vel. Fósturlát koma
aldrei á ljósmæðraskýrslur, en þau eru mjög tíð og- stundum all-
hættuleg. Tvisvar voru konur fluttar inn á sjúkrahús vegna hættu-
legra blæðinga í fósturlátum.
V. Slysfarir.
Slysfaradauði og sjálfsmorð á síðasta áratug teljast, sem hér segir:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Slysadauði .. 51 75 55 93 195 117 127 124 87 94
Sjálfsmorð . . 9 15 12 12 8 13 12 7 12 18
Slysfaradauði er svipaður og á síðast liðnu ári , en skráðum sj álfs-
niorðum fjölgar.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Á þessu ári kvað óvanalega lítið að sjóslysum i héraðinu.
Ekkert skip héðan úr bænum fórst á árinu. Þessar drukknanir voru
Eeiztar: C. V., til heimilis á Dvngjuveg 17 hér í bænum, féll 3. apríl