Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 141
139
tipp til dala. Þó mun soðið nokkuð niður, einkum af keti. Hér í Búð-
ardal er þó heldur að rætast úr þessu nýmetisleysi, því að á sumrin
má fá frystan fisk og kjöt úr Borgarnesi, tvisvar eða þrisvar í viku.
Nokkuð munu bændur til dala vera farnir að notfæra sér nýmetis-
kaup þessi.
Reykhólu. Flestir nota enn heimaunnin ullarnærföt, prjónuð í vél-
uin, sem víða eru til, einnig kvenfólkið, nema slæðingur af yngstu
kynslóðinni. Lítið um nýmeti, enda erfitt að nálgast slíkt og enn
erfiðara um geymslu. Er þó furðulegt, hve fáir hafa framtak til að
koma sér upp ískössum til geymslu á kjöti og fiskmeti. Það var þó
ekki í það horft fyrir refina, sem fyrir nokkrum árum voru hér á
öðrum hverjum hæ, en eru nú úr sögunni ásamt tilheyrandi ísköss-
um, sem vitanlega mátti eins vel nota til geymslu á mannamat sem
refa.
Þingeijrar. Fólk lifir vel í mat hér í héraðinu, en stundum vill verða
skortur á nýjum fiski, sérstaklega sumar og haust, og má það merki-
legt heita í sjávarplássi.
Bolungarvíkur. Þorpsbúar eiga nokkuð af sauðfé. Er þetta til lífs-
þæginda og verður til þess, að meira er neytt af kjöti en ella mundi,
þó að dýrt þyki og' erfitt sé að afla heyja. Margir hafa hæns, en
ekki eru aðrir alifuglar.
tsafj. Mataræði fólks fer batnandi, en mjög miklir erfiðleikar eru
á að fá hér nauðsynlegt grænmeti. Aftur á inóti hefur þurrmjólk mjög
bætt úr mjólkurskortinum.
Ögur. Mataræði fer batnandi með bættri afkomu, einkum mjólkur-
notkunin.
Hólmavíkur. Engar sjáanlegar breytingar.
Hvammstanga. Fatnaður er yfirleitt hagkvæmur og þokkalegur.
Skófatnaður aðallega gúmstígvél og gúmskór, þá leðurstigvél. 1 mann
hef ég séð á íslenzkum kúskinnsskóm. Mataræði mun yfirleitt mega
teljast gott. Næg' mjólk og' egg og' allgóður kostur nýmetis, bæði kjöts
frá frystihúsi kaupfélagsins og fiskifangs. Börnum víða gefið lýsi.
Blöndnós. Mjög' svipað ástand og áður og' verður að teljast sæmi-
legt.
Sauðárkróks. I kaupstaðnum hefur fólk ávallt nóg af nýmeti og
mjólkurmat, og rækta margir nóg af garðamat fyrir sig. í sveitum
er ennþá borðað mikið af gömlum mat, einkum á vetrum, og að lík-
indum helzt til mikið af gömlu kjöti og' þá tiltölulega minna af garða-
mat. Gróðurhúsum fjölgar, og' er mest ræktað af tómötum. Mun
þeirra talsvert neytt af almenningi.
Ólafsfj. Svipað og áður. Kvenfélagið gekkst fyrir vefnaðarnám-
skeiði.
Dalvíkur. Skortur fatnaðar og matar sökum fátæktar mun ekki
vera til í héraðinu. Þær aldir, er skortur og neyð ríktu, eru nú horfn-
ar og koma vonandi aldrei aftur. Nú hafa almannatryggingarnar
þurrkað leifar örbirgðarinnar úr landinu. Það, sem áfátt er í þess-
um efnum sem mörgum öðrum, mun hverfa með aukinni hirðusemi
og þekkingu fólksins og ofurlítið aukinni vizku valdhafanna.
Grenivíkur. Fatnaður hefur engum breytingum tekið. Matargerð