Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 43
41
Búðardals. Stakk sér niður í barnaskólanum að Sælingsdalslaug.
Ekki fært á mánaðarskrá.
Bíldudals. Stingur sér niður við og við, en ekkert tilfelli er skráð.
Þingeyrar. Ekki algeng.
ísajj. Með minna móti.
Hólmavikur. Sá ekki, en frétti þó af, er beðið var um meðul.
Hvammstanga. Stakk sér niður öðru hverju. Mest brögð að henni
í september—október. Notaði pensilín-súifaþíazólsmyrsl með ágæt-
uin árangri.
Blönduós. 3 börn. Sennilegt er, að ekki sé alltaf leitað læknis vegna
kvilla þessa.
Sauðárkróks. G,erir ailtaf vart við sig öðru hverju.
Grenivíkur. Nokkur dreifð tilfelli (ekkert skráð), engin slæm.
Breiðumgrar. Gerir alltaf töluvert vart við sig (ekki skráð), en
gengur þó vel að lækna hvert einstakt tilfelli.
Þórshafnar. Nokkur faraldur upp úr sláturtíðinni.
Vopnafj. Skráð tilfelli í sláturtíðinni.
Búða. Sást varla á árinu.
Vestmannaeyja. Örfá tilfelli á strjálingi (ekkert skráð).
23. Heilasótt (meningitis cerebrospinalis epidemica).
Töflur II, III og IV, 23.
S júklingafjöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1940
Sjúkl............... „ 1 14 46 19 5 13 13 9
öánir ....... „ „ „ 1 2 7 „ 1
Auk 1 tilfellis í Rvík eru 8 tilfelli skráð i Þingeyrar á 2 fvrstu mán-
uðum ársins, og hefur þá verið um nokkurn faraldur að ræða í því
héraði. Því miður er umsögn hlutaðeigandi héraðslæknis ekki fyrir
hendi, með því að hann andaðist í marzmánuði næsta á eftir.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Aðeins 1 maður skráður með heilasótt. Var það piltur innan
við tvítugt, sem veiktist á ferðalagi á Norðurlandi. Hann var þungt
haldinn, er hann kom til bæjarins. Var lagður í sjúkrahús, fékk
súlfalyf og batnaði.
24. Stingsótt (pleuritis epidemica).
Töflur II, III og IV, 24.
S júklingafjöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1940
Sjúkl......... 9 20 8 21 15 76 20 43 318 230
Stingsóttar er getið í 11 héruðum, aðallega suðvestan- og vestan-
lands (Rvík, Hafnarfj., Akranes, Kleppjárnsreykja, Reykhóla, Þing-
eyrar, Bolungarvílcur, ísafj., Hólmavíkur, Sauðárkróks og Selfoss)
og er áframhald faraldurs á síðast liðnu ári, sem hefur ekki enn náð
lil norðaustur- og austurlands.
6