Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 202
200
verra hér en á sambærilegum stöðum. í lögreglusamþykkt Blöndu-
óshrepps eru útiverur barna bannaðar eftir vissan tíma á kvöldin,
og er því ákvæði nokkurn veginn fylgt.
Sauðárkróks. Hjá ýmsum ábóta vant. Allt þó vandræðalítið í þeim
efnum í ár.
Ólafsfi. Heimilishagir nú orðnir þannig, að barnauppeldi er að
verða ómögulegt, svo að í nokkru lagi sé, eftir að börnin eru komin
á legg.
Grenivikur. Mun sæmilegt. Börnin þó ef til vill látin helzt til sjálf-
ráð. Vegna fólkseklu er ekki hægt að láta fylgja þeim eftir, svo að
það kemur af sjálfu sér, að þau ráði sér sjálf.
Vopnafj. Um vankanta á barnauppeldi er nú víða kvartað. Vandi
er að seg'ja um, að hve miklu leyti slíkar umkvartanir eru á rökum
reistar. Margir ungling'ar virðast hafa óeðlilega mikil fjárráð og
stunda um of kaup á sælgæti og alls konar óþarfa í biiðum, sjálfum
sér til óþurftar og öðrum til leiðinda. Þetta á þó eklci við nema um
nokkurn hluta unglinganna, einkum í kauptúnunum. Unga fólkið
er líka margt vel upp alið, hraust, þrekmikið og' vinnugefið. Að sjálf-
sögðu finnur það þá líka kraftinn í sjálfu sér og vill fara sinna ferða,
en svo hefur það líka verið á öllum tímum.
Seyðisfj. Mun vera með sömu ágöllum hér sem annars staðar. Ekki
er það óalgengt, að stálpuð börn gangi með vasana fulla af peningum.
Vestmannaeyja. Víða ábóta vant. Tilfinnanlegt, hve illa og treg-
lega gengur að kenna börnum og unglingum mannasiði.
13. Meðferð þurfalinga.
Læknar láta þessa getið:
Þingeyrar. Meðferð þurfalinga alls staðar góð.
Bolungarvíkur. Meðferð á sveitarómögum og gamalmennum góð.
Hólmavikur. Yfirleitt góð.
Hvammstanga. Með'ferð þurfalinga telst svo góð sem kostur er á,
en miklir erfiðleikar eru á þvi að hafa gamalmenni og aðra aumingja
á heimilum vegna fólksleysis.
Blönduós. Getur eftir ástæðum hiklaust talizt góð.
Sauðárkróks. Góð.
Grenivíkur. Góð.
Seyðisfj. Má teljast góð.
Breiðabólsstaðar. Góð.
Vestmannaegja. Góð, yfirleitt.
14. Ferðalög héraðslækna og læknisaðgerðir utan sjúkrahúsa.
Lækna láta þessa getið:
Ólafsvíkur. I september eignaðist ég jeppa, hið mesta þing' til
Sandsferða. Var nærri búinn að missa hann alfarið í sjóinn undir
Enni ekiu sinni, en fyrir aðstoð tveggja manna, sem með voru, kom-
um við honum upp á forvaðann, allir holdvotir í frosti.
Stykkishólms. Af 130 ferðum var 21 ferð farin vestur í Flatev og
upp á Barðaströnd. Hinir 109 skiptast jiannig: Út í Eyrarsveit 18,