Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 218
216
míkið á það, að tún séu almennt véltæk, og nýrækt er enn í of smá-
um stíl, miðað við heyþörfina og vinnuafl það, sem bændur hafa til
umráða.
Seyðisfi. Stofnað var togarafélag, ráðinn forstjóri fyrir það og
safnað peningum hjá bæjarbúum til að kaupa einn „nýsköpunar-
togara“. 2 bátar frá skipasmíðastöð Seyðisfjarðar voru settir á flot
og bætt við bátaflotann. Sundhöllin nær fullgerð og byrjað á byg'g'-
ingu samkomuhúss. Fulllcomin prentsmiðja af nýtizkugerð í sam-
bandi við bókbandsstofn var sett á stofn. Mikið mannvirki við stíflu-
garð á Fjarðarheiði, til að tryggja rafstöðinni meira vatn, var fram-
kvæmt á árinu. Jarðýta var keypt tii vegagerðar og' snjómoksturs.
1 undirbúningi er bæði bygging nýs sjúkrahúss og' verkamannabú-
staða, hvort tveggja aðkallandi.
Breiðabólsstaðar. Lokið smíði brúar á Hörgsá í septembermánuði.
Hörgsá er í miðri Austur-Síðu og teppti iðulega bílaferðir, þegar hún
var í vexti. Lítið var unnið að vegabótum. Þó var lokið við nýjan
veg yfir Hrífunesheiði í Skaptártungu og gerður upphleyptur veg-
ur yfir Stjórnarsand á Síðu. Fastar áætlunarflugferðir hófust s. 1.
vor að Kirkjubæjarklaustri. Er flugvöllurinn á Stjórnarsandi gerður
af náttúrunnar hendi og mjög rúmgóður, en hefur verið merktur.
Hefur hann reynzt ágætlega, einnig' fyrir stórar flugvélar. Dráttar-
vélum og öðrum jarðyrkjuverkfærum hefur fjölgað talsvert mikið,
einnig bifreiðum.
Vestmannaeyja. Er að verða lokið smíð eftirgreindra stórhýsa, sem
byrjað var á fyrir 1946: Rafstöðvarbyggingin, hraðfrystistöðin, ein-
hver hin stærsta á landinu, smíða- og skrifstofubygging Skipasmíða-
stöðvar Vestmannaeyja, verzlunarhús Kf. verkamanna og stórt 4
hæða hús, sem Helgi Benediktsson kauprnaður reisir við Vestmanna-
braut vestanverða, og talið er, að eigi að verða gistihús. Önnur stór-
hýsi, skemmra á veg komin, eru landssímastöðin, samkomuhús
templara, hús Netjagerðar Vestmannaeyja h.f. og hraðfrystistöð ís-
félagsins. 3 nýir bátar voru keyptir hingað á árinu og 2 seldir burtu.
5 bátar eru í smíðum á vegum ríkisstjórnarinnar. Hér störfuðu 4
hraðfrystihús, 4 netjagerðir og viðgerðarverkstæði, 3 skipasmíðastöðv-
ar og ýmis önnur iðnfyrirtæki. Unnið var að dýpkun innsiglingar-
innar með dýpkunarskipi hafnarinnar. Nokkuð var unnið hér að
gatnagerð, en minna en undanfarin ár. Merkasta mál ársins er án efa
flugvallargerðin, en henni lauk á árinu, og höfum við, sem hér bú-
um, þar með fengið langþráða ósk uppfyllta í samgöngumálum byggð-
arlagsins. Sameignarfélög útgerðarmanna, hin sömu og áður, starfa
hér með miklum blóma.