Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 32
30
íim borð í mótorbátinn Magnús, fiskflutningaskip frá Norðfirði, sem
þá kom beina línu frá Aberdeen. Allir um borð (8 manns) höfðu
veikzt í „túrnum“ af kvefi, einn á leið frá íslandi (kokkurinn), en
hinir í Aberdeen eða á leið þaðan. Ég setti nokkrar varnir: Bannaði
landgöngu þessum mönnum og' lét gæta ýtrustu varkárni, sem við
varð komið, við afgreiðslu skipsins, enda byrjaði flenzan ekki fyrr
en í byrjun apríl. Mun þetta hafa verið venjulegt kvef í mannskapn-
um og því hart aðgöngu að fá ekki landleyfi. Reyndar lítils í misst
hér á þessum „ballmenningar“-hjara.
Breiðabólsstaðar. Gekk í júní og júli.
Víkur. Barst í héraðið um páskaleytið, aðallega með fólki, sem kom
heim í páskaleyfi. Gekk rnest í apríl og maí og' nokkuð í júní.
Vestmannaeyja. Mest brögð voru að veikinni í aprílmánuði, minnk-
andi í maí, strjálingur í júlí. Veikin barst hingað frá Revkjavík.
Talsvert bar á eyrnabólgu, og kvörtuðu margir um Iangvarandi slen
á eftir.
Stórólfshvols. Barst hingað í marz frá Selfossi og Reykjavík. Varð
töluvert útbreidd. Mátti feljast fremur væg, en þó fengu nokkrir
lungnabólgu upp úr henni. Var hér á slæðingi fram i júní. Miklu
fleiri tók veikina en þeir, sem skráðir eru. Enginn dó.
Eyrarbakka. Mjög almenn vormánuðina. Lítið um fylgikvilla.
Laugarás. Skrásett í marz—maí, ekki verulega frábrugðin kvef-
sóttinni.
Ileflavíkur. Stingur sér niður hér í Keflavík í marzmánuði, en rén-
ar fljótt.
10. Mislingar (morbilli).
Töflur II, III og IV, 10.
Sjúklingafíöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Sjúkl........ 163 1 1 14 „ 1 6616 540 3 23
Dánir ....... 5 „ „ „ „ „18 „ „ „
Nokkur mislingatilfelli eru skráð í Rvík í apríl, maí og nóvember,
en náðu sér ekki niðri sem faraldur. í lok ársins koma mislingar upp
í 5 héruðum (Rvík, Akureyrar, Egilsstaða, Bakkagerðis og Vest-
mannaeyja) og áttu fyrir sér að verða að nokkrum faraldri á næsta ári.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Eins og drepið var á í ársskýrslunni fyrir árið 1945, bárust
mislingar inn í héraðið frá Danmörku í júlímánuði. Tókst að stöðva
útbreiðslu þeirra þegar í stað. En mislingarnir bárust til annarra
landshluta, einkum miðvesturlands. Á þessu ári bárust þeir aftur
inn í héraðið, sennilega frá Vesturlandi. Var það fyrra hluta ársins.
Hversu útbreiðslan var lítil, má vafalaust rekja til þess, að mislingar
gengu hér allútbreiddir 1943. Enginn talinn dáinn vir þeim á árinu.
Egilsstaða. Bárust hingað seint í desember. Maður kom með þá
sunnan úr Reykjavík og smitaði samferðafólk sitt, það, sem kom
lieim til lians, og' svo heimafólk sitt. Var það fólk að veikjast síðustu
dagana í deseinber.