Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 125
123
ljósmóðir, 1 afgreiðslustúlka og 1 stúlka, sem sá um ljósböð ung-
barna. Enn fremur var ráðin stúlka til aðstoðar á heimilum sængur-
kvenna. Farið var í 6049 sjúkravitjanir. Meðlimir Líknar eru um 200.
Tekjur félagsins voru kr. 335364,68 og gjöld kr. 332010,44.
2. Hjúkrunarfélag Ólafsvíkur. Sjá umsögn héraðslæknis hér á eftir.
3. Hjúkrunarfélagið Hjálp, Patreksfirði. Er ekki getið á árinu.
4. Rauðakrossdeild Akureyrar. Tala meðlima í árslok 534, þar af
32 ævifélagar. Tekjur kr. 42845,52. Gjöld kr. 30482,40. Skuldlaus
eign kr. 64161,71. Snenima sumars seldi deildin sjúkrabifreið þá,
sem hún hafði notað undanfarið, og hugðist að fá fullkomnari og' betri
sjúkrabifreið hjá RKÍ. Því miður hefur hún ekki reynzt eins vel og
vonir stóðu til og var lengi óstarfhæf. Fyrir hjálpsemi lögreglu bæj-
arins var þó afstýrt vandræðum, og annaðist hún sjúkraflutninga
fyrir deildina með sínum bíl og körfu deildarinnar. Voru samtals
fluttir 97 sjúklingar með deildarbílnum, 61 innanbæjar, en 36 utan-
liæjar, en með lögreglubílnum 22 sjúklingar innanbæjar og 7 utan-
Jjæjar. Deildin geldvst fyrir fjársöfnun til lýsiskaupa handa börnum
á meginlandi Evrópu. Nain sú söfnun kr. 40218,00, þar með talin
söfnun KEA, er nam lcr. 8003,00. I desember var svo liafin söfnun
til handa Mið-Evrópu og Finnlandi, og' var henni að vísu ekki lokið,
lyrr en Ivomið var fram á árið 1947, og er þó talin hér, enda aðal-
starfið unnið í desember, þótt gjafir héldu áfram að berast fram á
þetta ár. Þessi söfnun gekk heldur treglega, og komu aðeins inn kr.
9545,00. Olli það nokkru um, að barnskólinn gekkst fyrir fjársöfnun
á saina tíma og í sama augnamiði. Nam sú söfnun kr. 13616,40. Þá
safnaðist og nokkuð af fatnaði, og voru sendir til RK í Reykjavík
7 kassar af fötum. Fjáröflun til deildarinnar var rekin líkt og áður.
Merkjasala á öskudaginn gaf deildinni í sinn hlut kr. 2971,00, og
heillamerki seldust fyrir kr. 633,00. Hinn árlegi dansleikur deildar-
innar á gamlárskvöld gaf af sér í hreinar tekjur kr. 7050,00. Þá fékk
deildin styrki frá Akureyrarbæ, Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum kr.
3400,00. Fjárhagur deildarinnar má því teljast góður, enda því miður
ekki miklar framkvæmdir á árinu.
5. Sængurkvennafclagið á Húsavík. Starfa félagsins er ekki getið
á árinu.
6. Hjúkrunarfélag Desjamýrarprestakalls. Er ekki lieldur getið.
7. Rauðakrossdeild Seyðisfjarðar. Sjá umsögn héraðskeknis hér á
eftir.
S júkrasamlög.
Samkvæmt upplýsingum Tryggingastofnunar ríkisins voru lög-
slcráð sjúkrasamlög á árinu, sem liér segir, og er miðað við meðalmeð-
limatölur samkvæmt greiddum iðgjöldum, sem í þetta sinn eru ekki sem
nákvæmastar, með því að iðgjaldabreytingar voru mjög tíðar á árinu:
Sjúkrasamlag Reykjavíkur .............. 29013
— Seltjarnarneshrepps ................... 452
— Hafnarfjarðar ........................ 2684
— Garðahrepps ........................... 211
— Ressastaðahrepps ....................... 81