Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 221
Lög nr. 64 10. nóvember 1905, um heilbrigðissamþykktir fyrir
bæjar- og sveitarfélög, voru endurnýjuð með lögum nr. 35 12. febrúar
1940, um heilbrigðisnefndir og heilbrigðissamþykktir. Náðu hin eldri
lög aðeins til þess að heimila setningu heilbrigðissamþykkta án nokk-
urra leiðbeininga um form þeirra og efni, en í hinum nýju lögum
var mjög ýtarlega kveðið á um efnið og reyndar hvort tveggja. Endur-
nýjun þessarar löggjafar var ætlað að verða upphaf að því, að allar
heilbrigðissamþykktir landsins yrðu endurskoðaðar og færðar í hið
fullkomnasta horf, en nýjum samþykktum bætt við eftir þörfum.
Var Reykjavíkurkaupstað fyrirhugað að ríða hér á vaðið, enda fast-
iega gert ráð fyrir, að til forms og efnis heilbrigðissamþykktar höf-
uðstaðarins yrði vandað svo sem bezt mætti verða, en síðan yrði hún
sjálfsögð fyrirmynd annarra samþykkta. En svo fór, að meira en 10
ára töf varð á Reykjavíkursamþykktinni, sem loks er nýbirt (nr. 11
20. febrúar 1950 og jafnframt úr gildi felld samþykkt nr. 3 30. janúar
1905 ásamt smávegis viðaukum nr. 57 12. marz 1941 og' nr. 71 30.
marz 1946).
Til vitnisburðar um seinagang málsins eru eftirfarandi dagsetn-
ingar: Hinn 21. maí 1941, 19. desember 1942, 4. marz 1943 og 23.
október 1945 ritar landlæknir héraðslækni bréf til að minna á og
ýta á eftir setningu heilbrigðissamþykktarinnar. Hinn 7. október
1943 afgreiðir héraðslæknir uppkast að samþykktinni til borgarstjóra.
Uppkastið er lagt fyrir heilbrigðisnefnd 30. nóvember sama ár. Heil-
brigðisnefnd afgreiðir samþykktina til bæjarráðs 6. marz 1947. Af
nýju er uppkastið (endurskoðað) lagt fyrir heilbrigðisnefnd 27.
febrúar 1948 og samþykkt af henni 3. júní s. á. Hinn 18. september
1948 er samþykktin loks send heilbrigðisstjórninni til staðfestingar,
sem síðan átti fyrir sér að dragast til 20. febrúar 1950.
Þessi seinagangur hlaut að verða til þess að tefja fyrir setningu
heilbrigðissamþykkta fyrir önnur bæjar- og sveitarfélög, með því að
lilýða þótti að biða í lengstu lög fyrirmyndarinnar. Þó að seinagang-
urinn hafi orðið afdrifaríkur fyrir framgang þessara mála, gegnir
hinu verr, að loks þegar samþykktin birtist, er því miður þannig frá
henni gengið, einkum að formi til, að hún hentar betur til viðvör-
unar en eftirbreytni. Til leiðbeiningar þeiin, er nú eiga fyrir höndum
að semja heilbrigðissamþykktir, þykir hlýða að birta bréf þau varð-