Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 121
119
lækni í héraðinu allan ársins hring. 2 af ljósmóðuruxndæmum hér-
aðsins voru auð meira hluta ársins, því að Ijósmóðir, sem var sam-
eiginleg fyrir þau, fluttist burt. Er þeim enn óráðstafað um áramót,
en ljósmóðir þar og Ijósmæður nágrannaumdæma sinna fæðingum þar.
Seijðisfj. Seyðisfjarðarumdæmi var ljósmóðurlaust allt árið, og
horfir þar til stórvandræða. Einhver breyting þarf á því að verða.
Bjarni Konráðsson læknir var staðgengill minn í 4 mánuði, frá miðj-
um marz til miðs júlí. Dvaldist ég á Norðurlöndum, aðallega í Sví-
þjóð. Bakkagerðishéraði var þjónað héðan, ásanxt Egilsstaðalækni,
í 7 mánuði á árinu. Um hásumartímann fékkst ungur læknir í hér-
aðið, enda sumarfallegt þar.
Selfoss. Á þessuin stað mætti ef lil vill geta þess, að ég veiktist af
alihastarlegri lungnabólgu á útmánuðum. Var mér talin brýn þörf
á 6 mánaða livíld, og sýndi heilbrigðisstjórnin mér þá velvild að veita
mér frí frá skyldustörfum án launasviptingar í 4 mánuði. Lækna-
nemi, Henrik Linnet, tók að sér þjónustuna.
3. Sjúkrahús og' heilbrigðisstofnanir.
A. Sjúkrahús. Töflur XVII—XVIII.
Sjúkrahús og sjúkraskýli teljast á þessu ári samkvæmt töflu XVII
49 alls, eða 2 fleiri en á síðast liðnu ári, með því að við liafa bætzt
á árinu sjúkraskýli á Flateyri (6 rúm) og Egilsstöðum (7 rúm), auk
þess sem nýtt sjúkrahús hefur komið í stað gamals á Patrelcsfirði (19
rúm í stað 10), nýtt sjúkraskýli í stað gamals á Hofsósi (óbreyttur
rúmafjöldi) og að aukið hefur verið hið gamla sjúkrahús á Akureyri
deild, sem sérstaklega er ætluð geðveikum sjúklingum (9 rúm). Rúma-
fjöldi í sjúkrahúsum hefur aukizt sem þessu nemur og telst nú alls
1208. Koma þá 9,1 rúm á hverja 1000 íbúa. Öll er viðbótin við almennu
sjúkrahúsin, sem teljast 43 með 737 rúmum samtals, eða 5,6%0. Riima-
fjöldi heilsuhælanna er óbreyttur, 257, eða 2,0%c.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Ástandið í sjúkrahúsmálum bæjarins fer sífellt versnandi. Við
öðru er tæpast að biiast, þar sem fólkinu í bænum fjölgar miklu meira
en eðlilegt má heita, engin sjúkrarúm bætast við, og aðsókn fólks utan
af Iandi að sjúkrahúsum bæjarins fer sifellt vaxandi. Verður ekki séð,
að úr þessu vandamáli rætist, fyrr en bærinn kemur upp sérstölcum
bæjarspítala.
Akranes. Smíð sjúkrahússins hefur verið haldið áfram, og er hús-
inu sjálfu langt á veg komið undir málningu. Það, sem einkum hefur
staðið á, er gler í glugga og mistöðvarofnar, og er það enn ókomið.
Stykkishólms. 84 myndir voru teknar, og 148 skyggningar voru
gerðar.
Búðardals. Sjúkraskýlið í Búðardal var opið frá 1. janúar til 10.
apríl 1946. Daggjöld voru kr. 25.00, læknishjálp og lyf þar að auk.
Fyrrverandi héraðslæknir ralc sjúkraskýlið á sinn eiginn kostnað. Sýslu-
sjóður lét lækninum í té húsnæði, ljós og hita, en annar styrkur var
ekki veittur til rekstrar sjúkraskýlisins. Sjúkraskýlið ekki starfrækt,