Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 57
55
að flest hinna nýsýktu barna voru úr fjölskyldu þessa pilts eða í
næsta umhverfi. Við eftirgrennslan kom i ljós, að pilturinn hafði verið
mikið samvistum við J. V., sem sendur var bacillær á Vífilsstaði í árs-
lok 1944. Af 6 nýsmituðum skólabörnum voru 5 úr Súgandafirði. í
sveitinni fannst ekkert sýkt barn. Svo sem augljóst er af framan-
sögðu, fer því mjög fjarri, að ástandið í berklamálum Súgfirðinga sé
viðunandi, og eru Súgfirðingar áhyggjufullir að vonum.
Bolungarvíkur. Berklaveiki virðist vera hér mjög i rénun. Maður,
sem áður hafði haft brjótshimnubólgu og verið nokkurn veginn hress
síðan, veiktist með háum og langvinnum sótthita og hósta. Nokkur
hrygluhljóð heyrðust yfir brjósti framan og' aftan, en eng'inn upp-
gangur. Kona hans hafði verið sjúklingur á Vífilsstöðum og var fyrir
nokkru komin heim. Eitt barna þeirra var lijá þeim, og var það flutt
burt af heimilinu. Maðurinn fékkst ekki til að láta flytja sig á sjúkra-
hús ísafjarðar fyrr en um seinan og dó, áður en til burtflutnings
kæmi. Ekki er líklegt, að þetta hafi leitt til smitunar á öðru fólki,
enda samgöngur engar utan að. Barn og ung'Iingsstúlka af sama heimili
skrásett á árinu. Barnið hafði blett í lunga, en stúlkan kirtla bak við
lungun. Heimilisfaðirinn hafði reynzt berklaveikur og dó á Kristnes-
hæli seint á árinu. Fjórði sjúklingurinn með blett í lunga. Berklapróf
ekki gert á fólki almennt, en skólabörn voru berklaprófuð, eins og
oft hefur verið gert áður. Ár eftir ár eru það sömu börnin, sem já-
kvæð eru. Þó einn nú jákvæður, er neikvæður var i fyrra, 10 ára
gamall drengur, er flutzt hafði með foreldrum sínum búferlum til
Reykjavíkur á árinu, en komið lieim aftur með haustinu.
ísafj. 9 börn og unglingar smituðust, á aldrinum 8—18 ára. Af
þeim veiktust 7 meira eða minna, en eru nú flest talin albata, þegar
þetta er skrifað. Þrátt fyrir hinar mörgu nýsmitanir hefur tala hinna
Pirquetjákvæðu i barna- og unglingaskólum heldur lækkað, en það
kemur þó sumpart til af því, að sum barnanna voru ekki komin í
skóla, þegar þau veiktust um haustið, en voru prófuð á berklavarnar-
stöðinni. Getur hver maður ímyndað sér, hver hætta vofir yfir hin-
um mikla fjölda ósmitaðra barna, ef smitberar fengju að leika laus-
um hala. Það er því nauðsynleg afleiðing af hinni miklu berkla-
varnasókn undanfarinna ára að herða sóknina þvi meira sem árang-
urinn verður betri, en slaka ekki á taumunum. Það gæti orðið mjög
svo örlagaríkt.
Ögur. Ung kona frá gömlu berklaheimili með kirtlaberkla skráð á
árinu. Dvaldi um skeið á sjúkrahúsi ísafjarðar og' batnaði þar.
Hesteyrar. Enginn nýr berklasjúklingur á árinu.
Hvammstanga, 57 ára gömul kona, gift, biisett á Hvammstanga, um
langt skeið mjög heilsuveil, taugaveikluð, var rannsökuð á berkla-
varnarstöð Reykjavíkur 16. júní, og fundust þá hjá henni við skyggn-
ingu og myndatöku allmiklar infiltrationes vinstra megin. Ræktun úr
hráka reyndist tbc Hún fór síðar á Kristneshæli. 15 ára gömul
stúlka frá Stóru-Borg (móðir dáin úr berklum) veiktist af kvefi i
byrjun sláttar og batnaði ekki. Rannsókn á hráka reyndist tbc. +.
Lá um tíma hér á spítalanum, en fór síðan einnig á Kristneshæli,
um miðjan september. 23 ára gömul stúlka fékk berklamein í rif.