Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 40
38
en langvarandi (3 mánuði) og horaðist mjög. Bróðir hennar (hinn
tvíburinn) umgekkst hana allan tímann — og fékk aldrei snert af
kikhósta. í október seinna partinn bólusetti ég' 16 börn (fékk smá-
sendingu) með ágætum árangri. Pantanir hópuðust að mér (um 100
börn), en ég gat ekki sinnt þeim, þar eð efni var ófáanlegt — og ég
vildi ekki nota það, sem ég' átti gamalt, ekki einu sinni til þess að
rétta við rekstrarhallann á þessum bólusetningarefniskaupum mínum
og brölti mínu. Þó hef ég' síðan fengið grun um, að jafn gamalt efni
eða eldra (frá 7. desember 1945, en mitt var frá 8. desember s. á.) hafi
verið notað um svipað leyti — og’ jafnvel talið með sæmilegum árangri,
en ég fór stranglega eftir „the expiry date“. Nag'aði ég handarbök mín
i fyrstu, en er ég sá, að allt fór vel (enginn mors af völdum „pertussis
convulsion“), þá sætti ég mig við orðinn hlut. Einn drengur um 8 ára
hér á Höfn fékk ekki varnarefni af sérstökum ástæðum og varð all-
hart úti, en hjarnaði þó loks við eftir margra mánaða baráttu.
Breiðabólsstaðar. Varð vart á 3 bæjum í marz, en breiddist ekki út
þá. Barst svo aftur í héraðið i júní og gekk þar til í ágústmánuði,
Fremur vægur.
Víkur. Barst í héraðið í janúar með barni, sem kom frá Beykjavík.
Börn í Vík og Reynishverfi, sem ekki höfðu fengið kikhósta, voru
bólusett. 1 krakki fékk veikina allþunga, hin væga.
Vestmannaeijja. 10 börn fengu veikina. Mjög væg og lognaðist út af.
Stórólfshvols. Var hér um áramótin og varð vart fram í júnímánuð.
Lang'mest 3 fyrstu mánuði ársins, en úr því sárafá tilfelli. Yfirleitt
mjög vægur. 1 ungharn dó af völdum hans.
Eyrarbakka. Gekk hér mánuðina marz—september, að báðum með-
töldum. Fiest tilfellin í ágústmánuði og' yfirleitt frekar væg og fátt
um fylgikvilla. Flest þeirra barna, sem höfðu ekki fengið kikhósta
áður, voru bólusett.
Laugarás. Barst í héraðið um áramótin. Breiddist nokkuð út í
febrúar—marz. Eftir maílok varð ég ekki var við ný tilfelli. Eg bólu-
setti allmargt af börnum á aldrinum 6 mánaða til 10—12 ára með
dönsku og' amerísku bóluefni. Árangur virtist ótvíræður. Bólusett
börn veiktust léttara en óbólusett. Þau fengu ekki sog, eða þá mjög
létt. Var þessi faraldur hinn vægasti, sem gengið liefur í mörg ár.
Mér er ekki kunnugt um, að nokkurt barn hafi dáið í héraðinu rir
kikhóstanum eða afleiðingum hans.
Keflavíkur. Börn voru almennt sprautuð gegn kikhósta fyrir og um
áramót. Þó tóku allmörg veikina fyrstu 3 mánuði ársins, en úr því
dró úr veikinni, og ekkert bar á varanlegum eftirköstum eða afleið-
ingum eins og oft áður.
17. Svefnsýki (encephalitis lethaigica).
Töflur II, III og IV, 17.
S júklingafíöldi 1037—1046:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944
1945 1946
2
Sjúkl.
Dánir