Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 195
193
Frh. af bls. 144.
í'lestar mæöur leitist við aÖ fylgja settum reglum um meðferð ung-
barna, sem heilbrigðisstjórnin hefur gefið út og ég læt Ijósmæðurnar
gefa öllum sængurkonum. Flestum ungbörnum er gefið lýsi.
Sauðárkróks. Meðferð ungbarna góð.
Ólafsff. Yfirleitt góð eftir ástæðum. Fleiri ungbörn fá lýsi en áður.
Grenivíkur. Góð. Flestar mæður leggja börn sín á brjóst, og snemmá
er þeim gefið iýsi. Heilsufar þeirra yfirleitt gott.
Vopnaff. Góð. Flest börn lögð á brjóst.
Seijðisff. Tel hana góða yfirleitt, þó að undantekningar eigi sér
stað. Allar mæður g'efa brjóst, a. m. k. fyrst í stað, enda mikið brýnt
fyrir konunum. Víða mun þó vera gripið til pelans, þegar fram i
sækir, og víða rekst maður á pelabörn 1%—2ja ára, og er þá farið
að kvarta um lystarleysi í börnunum, en mæðrunum kemur ekki til
hugar að setja það í samband við drykkjarföngin, fyrr en það er
skýrt fyrir þeim.
Vestmannaeyja. Alls kyns bábiljur eru enn uppi meðal mæðra um
óhollustu brjóstamjólkur, og rífa þær börnin af brjósti eftir 1—2
mánuði. Með meiri þekkingu og menningu mæðra hlýtur þetta að
breytast til bóta, hvenær sem það verður. Ljósmæður og læknar
verða að fylg'ja þessu fast eftir. Það bregzt varla, að konur mjólki,
ef þær neyta hollrar fæðu, og þarf í verstöðvum að benda þeim á
fisksoðið af glænýjum hrognum, lifur og kútmögum. Brjóstbörnum
fer fjölgandi.
9. íþróttir.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Íþróttalíf í dái. Sundlaug vantar meinlega.
Stykkishólms. Yfir íþróttalífinu hefur verið dauft þetta árið. Hér
í Stykkishólmi er verið að reisa stórt og myndarlegt íþróttahús, og
vera má, að líf færist í íþróttalíf kauptúnsins, er því er lokið, en það
verður á árinu, sem nú er að byrja. G,ufubaðstofa er í barnaskólan-
um, og' hafa skólabörn afnot hennar vikulega. íslenzlc glíma hefur
ekki verið æfð hér mörg undanfarin ár. Úti um sveitirnar liggur allt
íþróttalíf niðri að vetrinum.
Þingeyrar. Iþróttalíf lítið í héraðinu.
Bolungarvikur. Sundlaugin var starfrækt einn mánuð að sumrinu.
ísaff. Snjóleysi hamlaði skíðaíþróttinni mjög á árinu. Nýtt leik-
fimishús og sundhöll, sem tekin var í notkun á árinu, hafa mjög
bætt aðstöðuna til fjölbreyttari íþróttaiðkana. Mjög bagaleg er vöntun
á svæði fyrir frjálsar íþróttir hér nálægt bænum. Það má teljast til
nýmæla hér á landi, að iþróttamenn í Eyrarhreppi hafa komið sér
upp grasi grónum fótboltavelli á Skeiðinu fyrir fjarðarbotninum.
Hólmavikur. Helzt eru það vetraríþróttir, sem nokkuð eru iðkaðar,
þegar færi gefst.
Blönduós. íþróttir eru enn sem fyrr lítið stundaðar hér. Þó hefur
verið haft kapphlaup, stökk og reipdráttur nokkur undanfarin ár á
árshátið ungmennafélaganna hér, sem haldin er á vorin.
Sauðárkróks. Auk fastrar kennslu í skólunum á Sauðárkróki æfði
25