Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 236
234
Heilbrigðismáladeild læknaráðs telur, að ekki mundi sérlega
mikils árangurs að vænta af slíku banni.
Mænusóttarfaraldrar reynast að jafnaði nokkuð staðbundnir,
þótt einstök tilfelli komi að vísu fyrir utan aðalsvæðanna.
Þetta mun tæpast stafa af því, að smitið berist ekki víðar, en
fremur af hinu, að ýmis önnur skilyrði til sýkingar séu ekki
fyrir hendi. En ekki verður enn skýrt, hver þau skilyrði eru.
Hér í Reykjavík hefur veikinnar orðið vart í lwerjum mánuði
síðan í ágúst, svo að smitið virðist vera fyrir hendi, hvaðan sem
það er komið, án þess þó að faraldur hafi hlotizt af. Elcki er
óliklegt, að smitið kunni að vera útbreiddara hér en fjöldi sýktra
gefur beinlínis ástæðu til að ætla, því að talið er, að heilbrigðir
smitberar komi mjög til greina.
I samræmi við það, sem hér hefur verið sagt, iná henda á, að
veikin hefur stungið sér niður á Akureyri þegar í september og
október og gengið sem farsótt þar nú um tveggja mánaða skeið
a. m. k., en ekki borizt til Reykjavíkur sem farsótt, þrátt fyrir
óheftar samgöngur.
Af framan töldum ástæðum er ljóst, að ólíklegt er, að nokkur
trygging fáist fyrir því, að veikinni verði bægt frá Reykjavík,
þótt samgöngubann yrði sett á við Akureyri. Væri slíkt bann
sett, mundi ekki nægja að láta við það eitt sitja, heldur yrði þá
að setja á samgöngubann við hvern þann stað — bæ eða byggð-
arlag — þar sem veikinnar hefur orðið eða yrði vart. Gæti þá
svo farið, að einangra yrði Reykjavík um óákveðinn tírna. Aug-
ljóst er, að slíkt yrði illframkvæmanlegt, og styddist naumast
við skynsamleg rök, þar eð veikinnar hefur þegar orðið vart að
undanförnu innan endimarka bæjarins.
Með þessu skal engan veginn sagt, að veikin geti enn ekki
brotizt út sein farsótt hér í Reykjavík, þótt stutt sé að vísu um
liðið, síðan hún gekk hér sem faraldur. Er allur vari góður, og
mun héraðslæknirinn í Reykjavík gefa út leiðbeiningar um var-
úðarráðstafanir handa almenningi til að styðjast við.
Til ráðuneytis heilbrigðismáladeild við meðferð hennar á málinu
kvaddi deildin sér til aðstoðar Magnús Pétursson héraðslækni, Níels
Dungal prófessor og Jón Hj. Sigurðsson prófessor, sem farið hafði til
Akureyrar á vegum heilbrigðisstjórnarinnar og í samráði við deildar-
menn til að kynna sér atferli faraldursins á staðnum.
Álitsgerð heilbrigðismáladeildar, dags. 31. des., staðfest af forseta
sem ályktun læknaráðs s. d.
Lœlcnarúðsúrskiirður 2/19Í6. Málsúrslit. Með dómi hæstaréttar 23. april 1948
voru stefnanda dæmdar skaðahætur, kr. 4042.12, ásamt fi% ársvöxtum frá 4. júlí
1943 til greiðsludags.