Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 138
136
10—12 íbúðarhús eru í smíðum; eru það flest lítil einbýlishús. Auk
þess er verið að reisa stórt trésmíðaverkstæði með íbúðum yfir, Nokk-
ur hús voru einnig reist í sveitinni eða byrjað á þeim. Um þrifnað er
mörgu ábóta vant, og gengur hægt að bæta úr. Þrifnaði utan húss
hér í kaupstaðnum fer fram, en erfiðast er að þrífa í kringum fjós
og önnur gripahús.
Hofsós. Húsakynni í héraðinu yfirleitt mjög léleg' og víða alveg
óviðunandi. Þrifnaði mjög ábóta vant víða. Lús og nit útbreidd. Sal-
erni þekkjast varla í sveitunum.
Ólafsfj. Húsakynni víða mjög þröng og ófullkomin. Nokkur hús
smíðuð á árinu. Byrjað var á að reisa 5 hús með 2 íbúðum í hverju
(byggingarfélag verlcamanna). Húsin voru ltomin undir þak fyrir ára-
mót. Utanhúsþrifnaði enn ábóta vant.
Dalvíkur. Nokkur vottorð hef ég látið í té um ónothæfa manna-
bústaði, þar sem enn er búið. Er þar helzt um gamla sveitabæi að
ræða. Enn eru nokkrir slíkir mannabústaðir í héraðinu, þó að smá-
saxist á tölu þeirra. Talsverðar framfarir hafa orðið, hvað húsa-
kost snertir og' híbýli hér um slóðir hin síðari ár, einkum þó, að
sögn, fyrst eftir jarðskjálftann 1934. Og alltaf færist í áttina. Á Dal-
vík eru allmörg íbúðarhús í smíðum, þar á meðal verkamannabú-
staðir, enda nýstofnað hér Byggingarfélag verkamanna. Allt eru
þetta steinhús. Útveggir flestra þeirra eru einangraðir með torfi.
Breytingar og viðaukar voru einnig gerðir á nokkrum íveruhúsum.
Tilfinnanlegur skortur er hér, sem víðar, á hæfum smiðum og fag-
mönnum til húsabygginga, og eru afleiðingar þess hinar alvarlegustu.
Þótt óþrifnaður fari minnkandi, er enn mörgu áfátt í þeim málum.
Og lífseigur er vargurinn.
Akureyrar. Á árinu voru reist 24 íbúðarhús með 40 ibúðum, 7
verkstæði og verksmiðjur, 3 geymsluhús, 1 geðveikrahæli, 7 bílskúrar
og aðrir skúrar.
Grenivíkur. Húsakynni víðast orðin sæmilega góð. Þó vantar nokk-
uð á, að svo sé á öllum heimilum í héraðinu. 1 steinsteypuhús í smið-
um og' haldið áfram með þau, sem voru eltki fullgerð um áramótin.
Þrifnaður víðast góður. Þó vantar enn víða salerni, og' frárennsli er
ekki alls staðar i góðu lagi.
Vopnafj. Nokkur íbúðarhús voru fullgerð og hafinn undirbúningur
að byggingu annarra. Miðstöðvar, vatnssalerni og önnur hreinlætis-
tæki voru sett í nokkur gömul hús, svo og' í nýju húsin, og urðu
verulegar umbætur á húsakynnum í héraðinu. í sveitinni voru full-
gerð að mestu 3 steinhús: að Vindfelli, Krossavík og Brekku. Hafin
var bygging heimavistarbarnaskóla að Torfastöðum, og verður hann
væntanlega fullgerður á næsta ári. Ýmsar aðrar umbætur, svo sem
á vatnsleiðslu. Miðstöðvarhitunartækjum, vatnssalernum og hand-
laugum komið fyrir á nokkrum bæjum. í kauptúninu voru í smíðum
og að mestu fullgerð 3 steinhús og 1 hús úr asbestplötum. Vatnsleiðslur
nokkurra húsa voru endurbættar, safnbrunnar gerðir og vatnssalernum
og handlaugum komið fyrir í lnisunum. Allt er þetta spor í rétta
átt, þótt heldur miði hægt. Þrifnaður og umgengni öll innan húss
virðist mér fara batnandi. Næst húsabyggingunum verður að telja