Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 47
45
Lítils háttar lamanir á öðrum sjúlding bötnuðu fijótt að fullu. Senni-
lega hefur vægur faraldur veikinnar gengið hér um svipað leyti sem
hálsveiki, sótthiti, höfuðverkur og rígur aftan í hálsi, en ekkert bar
á lömun. Sjúklingarnir voru hvattir til að liggja rúmfastir og' fara
vel með sig eftir á.
Stórólfshvols. Barst hingað í desember og varð mjög litbreidd eftir
áramótin. 2 sjúklingar dóu, karlmaður um fertugt og stúlka 15 ára
gömul. Karlmaðurinn lá í 3 daga mikið lamaður á útlimum og fékk
að lokum þindarlömun, sem leiddi hann snögglega til bana. Stúlkan
veiktist kl. 11 um kvöld og var dáin kl. 2 um nóttina, einnig af löm-
un í öndunarfærum. Aðrir veiktust ekki alvarlega af þeim, sem veik-
ina tóku fyrir áramótin; náðu sér allir tiltölulega fljótt.
Selfoss. Gekk hér allmikið síðustu mánuði ársins, og hélzt sóttin
í héraðinu fram yfir áramót. Yfirleitt má segja, að hún hafi verið í
vægara lagi. Börn urðu ekki fyrir barðinu á henni, svo að heitið gæti,
en einstaka unglingur fékk hana. Mest lagðist hún á fólk á aldrinum
15—25 eða 30 ára. Litið var um lamanir. 2 stúlkur lömuðust lítils
háttar, handleggur á ajmarri, en ganglimur á hinni, en þær náðu fijótt
fullum bata. Á sumuin lömuðust einstakir vöðvar í bili, en allt jafn-
aði það sig fljótt. Eina alvarlega lömunin, sem kom hér fyrir, var á
hílstjóra, hraustlegum manni á milli tvítugs og þiútugs. Líklegt er,
að varanleg lömun verði talsverð á honum á öðrum ganglim. Eðlilegt
var, að sóttin næði rneiri tökum á honum en öðrum, því að hann lagði
á sig mikið erfiði, eftir að hann fann sig' vanheilan.
Keflnvikur. Þessi „lúmska" og vanþekkta, en hættulega veiki kom
upp í nóvember og desember. 2 fullorðnar konur urðu hættulega veik-
ar, lágu milli heirns og helju í 2—3 mánuði og' fengu miklar lamanir.
Lifðu báðar, en bíða þess aldrei bætur, eru öi-kumla síðan. Hin til-
fellin voru á unglingum, sem fengu litlar lamanir, er bötnuðu svo að
segja alveg.
26. Munnangur (stomatitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 26.
S júklingafjöldi 1937—1946:
1937 1938 1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946
Sjúkl......... 109 145 129 171 102 106 119 102 130 94
Á skráningunni er lítil regla, enda ltalla suinir ekki farsótt, þótt
vart verði tilfellis og tiifellis.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Nokkur tilfelli á víð og dreif allt árið, en þó miklu færri
en árið á undan.
Bíldudals. Sést við og' við.
Þingeyrar. Virtist skána bezt við penslun með 1 % gentianviolet.
Isafj. Með minnsta móti.
Hólmavíkur. Verður oft vart, en ekki sem farsóttar (ekki skráð).
Oft beðið um þruskusaft.
Blönduós. Maður um tvítugt var lagður í land iir veiðiskipi.
Sauðárkróks. Stingur sér niður við og við.