Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 73
71
verið kvefuð. Leið vel fyrst á eftir óperationina, en fékk seinna
svæsna lungnabólgu og dó úr henni. Drengur, 11 ára gamall, frá
Miklagarði í Saurbæ hafði oft fengið slæm botnlangaköst. Var óper-
eraður og batnaði að fullu. Auk þess voru 3 önnur tilfelli af appen-
dicitis í Miðdölum, sem bötnuðu án skurðaðgerðar.
Bíldudals. Frekar sjaldgæfur sjúkdómur hér, og veit ég ekki,
hverju gegnir, þegar borið er saman við þann fjölda, sem skráður
er í öðrum héruðum og þó sérstaklega þeim, þar sem hægt er um
vik með skurðaðgerðir. Að vísu er héraðið fámennt, en í þau 8 ár,
sem ég hef starfað hér, hafa ekki lcomið fyrir nema 16 tilfelli, þar
af 2 nú á þessu ári, báðir sjúklingarnir skornir í Reykjavík.
Þingeyrar. Mjög sjaldgæfur sjúkdómur hér. 2 ára drengur fékk
þó slæma botnlangabólgu með perforatio og abscessus. Batnaði.
Flateyrar. 8 tilfelli skráð og 1 dauðsfall. Miðaldra kona hafði veikzt
seint í desember með hita, uppsölu og verkjum ofarlega í kviðarlioli;
lá nokkra daga og vitjaði ekki læknis. Hún veiktist svo aftur á laug-
ardegi í aprílbyrjun með verkjum undir vinstra síðubarði, háuin
Jiita og uppköstum. Hún fór í rúmið og lét skeika að sköpuðu í rúma
3 sólarhringa, enda þótt henni færi versnandi. Þegar ég kom til hennar
seint að kvöldi, var konan með háhljóðum, fjalharðan kvið og hraðan
púls, en hitalaus. Hún var flutt þriggja tima ferð á sjúkrahús og
skorin. Reyndist með perfóreraðan appendix og peritonitis.
Bolungarvikur. Mikið hefur borið á botnlangabólgu hér í Bolungar-
vík öll mín ár hér. Allur fjöldinn hefur verið sendur til Isafjarðar
til uppskurðar. Hefur þessa gætt með minna móti á þessu ári.
Hólmavíkur. 4 tilfelli á árinu. Fóru öll til aðgerðar.
Hvammstanga. 13 sjúklingar skornir upp á spítalanum vegna botn-
langabólgu og 1 héðan úr héraðinu á Blönduósi vegna þess, að þá var
ekki rúin fyrir hann á spítalanum.
Blönduós. Tiltölulega algeng og leggst jafnvel í einstaka fjöl-
skyldu. Á þessu ári kom 1 sjúklingur með sprunginn botnlanga, 4
með drep, 14 með einfalda bólgu, og 15 komu til skurðar, án þess að
um yfirstandandi kast væri að ræða. Af 34 sjúklingum, sem skornir
voru hér á sjúkrahúsinu, voru 6 utanhéraðsmenn.
Sauðárkróks. Botnlangabólga ennþá í ár mjög algengur kvilli. 44
sjúldingar voru á árinu skornir hér á sjúkrahúsinu; höfðu 7 af þeim
perfórerðan appendix og peritonitis. 9 sjúklingar voru börn, og er það
mun færra en undanfarið. 16 af sjúklingunum voru lír Hofsóshéraði,
27 úr Sauðárkrókshéraði og 1 iir Siglufjarðarhéraði.
Hofsós. Mjög algengur sjúkdómur og hættulegur vegna þess, hve
perforatio er algeng, enda þótt ég geri að regla minni að flytja sjúk-
lingana strax á sjúkrahús til skurðaðgerðar, ef þess er nokkur kostur.
Ekkert dauðsfall á árinu.
Ólafsfj. 2 sjúklingar, báðir skornir á Siglufirði.
Dalvíknr. Nokkrir sjúklingar. Flestir sendir til uppskurðar.
Grenivikur. 2 tilfelli. Annar sjúklingurinn losaður við botnlangann
á Akureyrarsjúkrahúsi.
Þórshafnar. 2 heldur væg tilfelli ópereruð.
Egilsstaða. Fá tilfelli og væg'. Ekki aðstaða í héraði til hráðra að-