Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 131
129
Þingeyrar. Sjúkrasamlög eru starfandi í 2 hreppum héraðsins og
eru vinsæl.
Flateyrar. Sjúkrasamlög eru í öllum hreppum héraðsins, og störf-
uðu þau allt árið við vaxandi vinsældir fólksins.
ísafj. Hin nýju lög um almannatryggingar, sem samþykkt voru á
árinu, g'efa fyrirheit um aukna heilsuverndarstarfsemi. Hér á Isafirði
sýnist framkvæinanlegt að hafa eina lækningamiðstöð, sem læknar
bæjarins störfuðu við. Hjúkrunarkonu til heimahjúkrunar vantar
nijög tilfinnanlega. Heilsuverndarstarfsemin er mjög í molum, aðal-
le^a vegna húsnæðisleysis. A árinu var eingöngu rekin berldavarnar-
starfsemi, og var aðsókn að stöðinni mikil eins og áður. Sjúkrasam-
lögin voru 2 eins og' undanfarið, og höfðu bæði erfitt ár, en meðlimum
hafði heldur fækkað á árinu. Samningar við lækna og aðra aðila
óbreyttir frá l'yrra ári.
Ögur. í 4 hreppum af 5 störfuðu sjúkrasamlög allt árið, og hefur
afkoma þeirra verið góð eftir atvikum. 1 Snæfjallahreppi hafa tví-
vegis verði greidd atkvæði um stofnun sjúkrasamlags, en það var
fellt í bæði skiptin. Allir hreppar héraðsins hafa sameinað sig um
stofnun læknisvitjanasjóðs.
Hesteyrar. Sjúkrasamlög störfuðu allt árið í báðum hreppunum.
Hjá sjúkrasamlagi Sléttuhrepps var verulegur tekjuhalli á árinu, og
stendur því til að hækka iðgjöldin nú um áramótin í kr. 10.00 úr kr.
5.00. Stofnaðir voru læknisvitjanasjóðir í báðum hreppum héraðs-
ins á árinu.
Árnes. 1 sjúkrasamlag í Árneshreppi.
Hólmavíkur. Sjúkrasamlög 2 í Hólmavíkurhéraði, í Hólmavík og
Kaldrananeshreppi. Hefur það haft í för með sér aukið starf fyrir
lækninn, því að nú er koinið með hvað lítið sem er, af því að það
„kostar ekki neitt“, og svo sérstaklega hvað meðalaafgreiðslu snertir,
sem nú er orðin miklu tíinafrekari en áður vegna allrar skriffinnsk-
unnar, sem þessu fylgir.
Hvammstanga. Sjúkrasamlögin störfuðu með sama hætti og áður.
Ekkert nýtt bættist við, og eru 2 hreppar án sjúkrasamlags: Kirkju-
bvamms- og Þverárhreppar.
Blönduós. Sjúkrasamlög eru í 4 hreppum, og hafa þau gefizt vel, en
allmikill rekstrarlialli varð á 2 þeirra, og lenti eitt þeirra í talsverðum
skuldum. Yfirleitt hafa samlögin flaskað á því að hafa iðgjöldin of
lág í byrjun, því að alltaf þarf að leita einhverjum meðlimum, fleiri
eða færri, lækninga á sjúkrahúsi eða í Reykjavík, og getur eitt slíkt.
óhapp valdið kröggum, þegar varasjóður er enginn.
Sauðárkróks. Nýtt sjúkrasamlag tók til starfa á árinu, og eru þá
sjúkrasamlög í öllum hreppum héraðsins nema tveimur.
Hofsós. 2 sjúkrasamlög störfuðu allt árið, Sjúkrasamlög Holts- og
Haganeshreppa. Auk þess var stofnað sjúkrasamlag í Hofshreppi, sem
tók til starfa 1. júli.
Ólafsfj. Engin hjúkrunarkona er í héraðinu, og er það injög baga-
legt. Ég veit um nokkur gamalinenni, sem ýmist vegna elli eða heila-
blóðfalls eru rúmliggjandi og þar af leiðandi orðin börn í annað sinn.
17