Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1946, Blaðsíða 70
68
meltingartruflanir, taugasjúkdómar, háls-, nef- og eyrnakvillar, smá-
slys og ígerðir, aulc farsótta.
Þingeyrar. Algengustu kvillar eru vafalaust kvef, angina og tauga-
veiklun í ýmsum útgáfum, þá gigtarveiki, aðallega mvósur, smáslys
og meltingaróhægð.
Flateyrar. Auk farsóttanna ber hér langmest á viniss konar van-
cldissjúkdómum, svo sem tannátu (248 tennur dregnar), margs konar
kvillum í meltingarfærum, 142, öllum tegundum gigtar, 99, ýmiss kon-
ar taugag'igt, taugabólga og „taugaveiklun“, 86. Samfara þessum
kvillum er algengt ,,blóðleysi“, í 72 tilfellum neðan við 65%. Slys
fleiri en áður, 156, flest smávægileg. Töluvert er hér af húð- og slím-
húðarkvillum og fáein beinkramar- og skyrbjúgstilfelli.
ísafi. Auk tannskemmdanna ber mest á taugagigt. Minna bar á
magasjúkdómum í ár en oft undanfarið. Eczema er og fátíðara.
Hólmavíkur. Algengustu kvillar eru tannskemmdir, smáslys, vöðva-
og taugagigt, blóðleysi og ýmsir húðsjúkdómar, sem virðast fara í
vöxt.
Hvammstanga. Algengustu kvillar auk farsótta eru taugaveiklun,
ýmiss konar gigt, tannskemmdir, meltingarkvillar, ýmiss konar ígerðir
og kaun og slys.
Blönduós. Algengustu kvillar eru tannskemmdir, sem þó fara þverr-
andi hjá uppvaxandi kynslóðinni, meltingarkvillar ýmiss konar, gigtin
i gamla fólkinu, en auðvitað liefur kvefið þó metin.
Sauðárkróks. Algengustu kvillar farsóttir og aðrir sjúkdómar á
mánaðarskrá. Eru þeir um % af öllum skráðum sjúkdómum eða rúm-
lega það. Þar næst koma tannskemmdir, ígerðir og bólgur, slys alls
konar, tauga- og gigtarsjúkdómar, hlóðsjúkdómar, meltingarkvillar,
húðsjúkdómar, augnsjúkdómar, kvensjúkdómar, háls-, nef- og eyrna-
sjúkdómar.
Iiofsós. Algengustu kvillar, auk farsótta, voru tannskennndir, tauga-
veiklun, blóðleysi, gigt, meltingartruflanir og húðsjúkdómar.
Ólafsfi. Tannskemmdir algengastar, skráðir 108 sjúklingar. Dregnar
út 294 tennur. Þar næst koma svo farsóttir, gigt, taugaveiklun, melt-
ingartruflanir og slys, flest smávægileg.
Dalvikur. Algengustu kvillar höfuðverkur, gigt og margt fleira af
því tæi. Fróðlegur dilkur, ekki allur þar sem hann er séður.
Grenivíkur. Algengustu kvillar eru taugagigt, tauga- og vöðvagigt,
blóðleysi, tannskemmdir, taugaveiklun, húðsjúkdómar og ineltingar-
truflanir.
Þórshafnar. Smákaun á höndum og tannskemmdir.
Vopnafi. Þegar farsóttir eru frátaldar, eru tannskemmdir algeng-
ustu kvillarnir, enn fremur smámeiðsli, ígerðir og smákaun.
Egilsstaða. Algengustu kvillar auk farsótta eru gigt alls konar,
taugaveiklun, tannskemmdir og meltingarkvillar. Enn fremur ýmiss
konar húðsjúkdómar, útbrot og eczema.
Seijðisfi. Kvefið finnst mér enn þá hafa fremsta sessinn, þá tann-
skemmdir, sem ég álít þó fara minnkandi, og þakka ég það almennu
lýsisáti m. a., því að vafasamt er, að aukin velmegun eigi þátt í því;
hingað til hefur mér fundizt, að velmegunin standi í öfugu hlutfalli